Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 116
106
ÚHVAL
Gyðingar liöfðu eingöngu kraf-
izt skaðabóta fyrir efnislegt
tjón, því hið siðferðilega tjón,
morð eins þriðja hluta hins alda-
gamla þjóðflokks, var að sjálf-
sögðu óbætanlegt.
Vörusöfnunin í Þýzkalandi
samkvæmt bótasamningnum var
falin samtökum, sem kölluð eru
„Shilumim," en það er hebr-
ezkt orð, sem merkir endur-
greiðsla, í lauslegri þýðingu.
(sraeiskri sendisveit var komið
á fót í Köln, og fyrir henni stóð
F.E. Shinnar sendiherra. 1 þeim
58.000 pöntunum á þýzkum vör-
um, sem þegar hafa verið af-
greiddar, er allt frá 180 milna
lengd af rörum til töflutalninga-
véla fyrir lyfjafyrirtæki.
Ein og hálf milljón tonna af
hráefnum og járnvörum, sem af-
greidd hafa verið siðan 1953,
hafa átt drjúgan þátt i hinni
hröðu uppbyggingu ísraels. Hér
má benda á ýmislegt, sem hæst
ber í starfsemi Shilumim:
Hið stóra stökk ísraels í endur-
nýjun skipaflotans á minna en
tíu ára timabili frá nokkrum
gömlum skipum upp i nýtízku-
legasta og samkeppnishæfasta
kaupskipaflota heimsins, hálfa
milljón tonna flutninga- og far-
þegaskipa.
Eftir endilöngum hafnarbökk-
um Haifa, aðalhafnarborg Isra-
els, standa skarar af ristórum
lyftivélum. Á þjóðliátíðardegi ís-
raels eru þeir skreyttir marglit-
um ljósum. í höfninni flýtur
7500 tonna þurrkví. Lyftivélarn-
ar voru smiðaðar í Hamborg og
þurrkvíin í Lúbeck.
Milli Haifa og stærstu borgar
ísraels, Tel Aviv, ganga nú hrað-
lestir knúnar dieselvélum, sem
gerðar eru í Esslingen nálægt
Stuttgart. Ný járnbrautarlögn til
landamærabæjarins Beersheba
(þar sem Abraham gróf brunn
fyrir fjárhjörð sína) var gerð
með teinum smíðuðum i Þýzka-
landi.
Raforkuframleiðsla ísraels hef-
ur þrefaldazt. Ekkert þorp í
landinu er án raflýsingar og
síma. Talstöðvasamband er við
byggð ból i dreifbýli Negev-
auðninnar.
Með aðstoð Shilumim liafa
1500 verksmiðjur, stórar og smá-
ar, endurnýjað véla- og verkfæra
kost sinn, aukið rekstur sinn,
komið á sjálfvirkni og veitt nýj-
um innflytjendum atvinnu. Fyr-
ir tilstilli Shilumim hafa land-
búnaðarsamvinnufélög og sam-
yrkjubú (kubbutzim) fengið
nýjar dráttarvélar, úðara og
skilvindur. Það er að miklu leyti
vélakosti frá Þýzkalandi að
þakka, að land, sem áður var
land bændabýla og smá-iðnfyrir-
tækja, er á hraðri leið með að
verða að iðnaðarríki, sem er