Úrval - 01.06.1964, Page 117
SKAÐABÆTUR ÞJÓÐVERJA TIL GYÐINGA
107
fært um að keppa við útflutning
vestrænna þjóða.
„Það mikilvægasta er,“ segir
Nachum Shamir, aðalfram-
kvæmdastjóri Shilumim, „að
starfsemi Shilumim hefur kennt
ísraelsmönnum að vanmeta ekki
land sitt, heldur trúa á glæsi-
lega framtíð þess.“
Það hefur ekki gengið eins
vel að koma bótum til einstakl-
inga, vegna þess að það er flókn-
ara mál. Eftir er að taka ákvörð-
un um einn fimmta hluta af þrem
milljónum bótakrafna, sem born-
ar hai'a verið fram í Þýzkalandi.
Samt hefur 1,5 billjón dollara
vcrið greidd, og' mest af þeim
peningum hefur íarið til fólks
í Israel. Fyrir marga efnalitla
Gyðinga hafa 2.000 eða 3.000
dollara bætur, jafnvel 60 dollara
mánaðarlegur lífeyrir, haft inikla
þýðingu —- betri vistarverur,
nýjan fatnað, meiri mat og ein-
hverja skemmtan. Mörgum hafa
bælurnar beint inn á nýjar leið-
ir og skapað nýja möguleika
fyrir þá.
Aaron Choen þarfnaðist að-
eins stökkbrettis. Nágrannar
hans báru virðingu fyrir honum
og höfðu kosið hann i kaup-
félagsstjórnina. En vegna rekstr-
arfjárskorts, gerði jörð hans ekki
meira en framfleyta honum og
Rakel eiginkonu hans, með
naumindum.
Fyrir ávisunina, er hann fékk
sem skaðabætur fyrir það, að
nazistar gerðu upptæka verzlun
föður hans, keypti Aaron fimm
kýr og mjaltavél. Með því að
nota þetta sem baktryggingu,
fékk hann sér 400 kjúklinga og
dráttarvél. Búfé hans tvöfaldað-
ist og tekjur hans um leið. Nú
sér garðyrkjumaður um blettinn
hans, hörnin ganga i gagnfræða-
skóla, og Rakel vinnur aðeins
eina eða tvær klukkustundir á
dag.
í hinum frjósama Jezreeldal
er Hazoreasamyrkjubúið, en
stofnendur þess voru ungt fólk,
sem fór frá þýzkalandi árið
1936. Flest af þesu fólki var ]iá-
skólastúdentar eða hafði háskóla-
próf. Kúahirðarnir fimm höfðu
allir doktorspróf í heimspeki.
86 af 320 félögum samyrkjubús-
ins áttu tilkall til skaðabóta
vegna náms- og atvinnutjóns.
Hazoreasamyrkjubúið hagnað-
ist á samkomulagi við þýzku
stjórnina um að sameina hinar
einstöku skaðabótakröfur með-
lima samyrkjubúsins i eina
heild. Þetta fyrirkomulag spar-
aði tíma, lögfræðilegan tilkostn-
að ag gaf Hazorea háa fjárhæð í
aðra hönd, eða 200.000 dollara,
sem voru festir í byggingu plast-
verksmiðju. Nokkrir meðlim-
anna voru sendir til annarra
landa til að læra plastvinnslu-