Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 124
114
URVAL
og vcrða þau sjaldan lengri
cn 3 cm, injög stinn, gróf
og með merg.
Það fer mjög eftir sauðstofn-
inum, hvernig ullin er, og má
skipta lienni niður í 4 flokka:
1. Blendingsullarfé, þar sem
er bæði þel og tog. Þessum
flokki tilheyrir íslenzki
stofninn, Karakulfé og
skozka Blackfaceféð
2. Toghárfé, sem einungis hef-
ur tog, þar til teljast Chev-
iot-, Lincoln-, Cotswold- og
Devonshirestofnarnir.
3. Þelullarfé, til þess telst
Merinoféð og fleiri stofnar,
svo sem Oxford-down og
Soutli-down. Merinostofn-
inn er sennilega frægasti
fjárstofn i heirni og er upp-
runninn i Litlu-Asíu, en
var fluttur þaðan til Spán-
ar. ,
4. Crossbreds, sem eru kyn-
blendingar þel- og togfjár-
stofna, aðallega Merino- og
Lincolnfjár. Frægast þess-
ara er Corridaleféð.
Eins og að framan er nefnt
er islenzka ullin hlendingsull.
Þessi ullartegund hefur enn flest
einkenni frum-sauðkindarinnar
Ovis Vignei, til dæmis að fara
úr reyfinu á vorin. Þessar ullar-
tegundir eru nú aðallega rækt-
aðar þar sem ekkert, eða lítið
er hugsað um ullina en sauð-
kindin aðallega höfð til matar.
Svo sem hjá indíánum i Amer-
iku og ýmsum frumstæðari þjóð-
flokkum í Afríku og Asíu.
Því liefur oft verið fleygt að
það fari ekki saman að rækta
sauðfé bæði til kjöts og ullar,
en bezta afsönnun þess er Corri-
dale-féð í Nýja Sjálandi. Finnski
sau ðf járr æk t ar rá ðu na u t ur i n n,
sem hingað kom um 1952, hefur
einnig sýnt og sannað, að með
réttri aðferð (og mikilli vinnu)
má breyta sauðfjárstofni (mjög
líkum þeim íslenzka) eiginlega
eftir vild, fá fína ull og mikið
kjöt, einnig að fá fleirlembt
(allt að 5 lembt), en jjetta sýn-
ir að möguleikarnir eru ótelj-
andi, en allt kostar þetta mikla
vinnu og tima.
Hér á landi er loksins vaknað-
ur skilningur á nauðsyn vísinda-
legra rannsókna og tilraúna.
Og hinar ýmsu rannsóknar- og
tilraunastofnanir er risið hafa
upp á siðari árum, eru mjög
gleðileg spor í rétta átt, þó að
en sé mjög margt ógert.
Eins og af framantöldu má
sjá, er íslenzka ullin í núver-
andi mynd frumstæð ullarteg-
und. Hún er sambland af fínum,
mjúkum hárum, þelinu, og gróf-
um, löngum hárum, toginu. —
Þetta voru kostir fyrr á tímum
þegar tími var nógur og handa-
vinna ódýr. Þá var hægt að