Úrval - 01.06.1964, Page 125
ÍSLENZKA ULLIN
eyða tima í að aðskilja fína
þelið frá toginu, og þannig fá
fínt og mjúkt hráefni og um
leið einnig grófara hráefni af
sama dýrinu eða sömu fjár-
hjörðinni.
Þetta er einnig hægt að gera
í vélum nú, en á tíma hraða og
vinnusparnaðar er það mjög ó-
hentugt og of dýrt.
Það hefur því alls staðar ver-
ið farið inn á þá braut að hreyta
uliinni með kynbótum og úrvali.
Því að eftir því, sem ullin er
jafnari, því verðmeiri er hún,
miðað við ákveðinn fínleika.
Enda er ullin því hentugri og'
betri í vélavinnslu, því jafnari
sem hún er. Þar að auki, er þá
möguleiki á þvi, að velja sér
þann rétta ullarfínleika sem
er heztur og heppilegastur i það
sem framleiða á.
Þessi sérhæfni íslenzku ullar-
innar hefur verið islenzku ull-
arverksmiðjunum erfið, þvi að
þær hafa orðið að haga fram-
leiðslunni eftir ullinni, og um
leið að standa í samkeppni við
innfluttar vörur úr fíngerðari
ull, auk þess að keppa á mjög
þröngum markaði.
En með fjölgun landsmanna
hefur þróunin hér gengið í
sömu átt og erlendis, frá þvi
llú
að vera fámenn og fátæk þjóð,
er lifði mest í hráefnafram-
leiðslu. Þá er jslenzka þjóðin að
iðnvæðast meir og meir, en með
þvi eykst velmegunin og at-
vinnuöryggið.
Ef nú er athugað i hvað ís-
lenzka ullin er hentugust, þá
er nauðsynlegt að leggja til
grundvallar eiginleika ullarinnar
sem liráefnis og hvernig það
hráefni hagar sér í vélavinnslu.
Og þá koma eftirtalin sjónar-
mið fram. Ullin er frekar gróf,
blendingsull, slétt með góðum
gljáa; þófeiginleikar ullarinnar
miðlungs góðir.
Af þessu leiðir að erfitt og ó-
liagstætt er að spinna fína þræði
úr ullinni, bæði vegna grófleika
háranna og' einnig vegna þess,
að ullin er blendingsull. Einnig
þarf að taka sérstakt tillit til
þessa i frágaingi allrar vöru
framleiddri úr íslenzkri ull.
Allar vörur sem heyra undir
nafnið „T\veed“, ásamt öllum
sport og' lilífðarfatnaði, livort
það er ofi'ð eða prjónað, er sér-
staklega hentugt og skemmtilegt
úr íslenzkri ull. Þar að auki er
ullin mjög heppileg i vörur svo
sem húsgagnaáklæði, gólfteppi
og lilífðarfatnað allskonar.