Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 128
118
ÚHVAL
kosið að reyna að framkvæma,
þótt hún stofnaði þannig sjálfri
framtið sinni í mikla hættu.
Þetta var rétt fyrir dögun þ.
7. desember, 1941. Yfir skipun-
um grúfði lamandi eftirvænt-
ing. Hinir þaulvönu flugmenn,
sem áttu hundruð flugstunda að
baki sér, fundu fremur til of-
boðslegrar eftirvæntingar en
ótta, en liðsforingjarnir ungu,
sem höfðu nýlokið þjálfun, voru
einnig helteknir köldum ótta.
Flugmennirnir óreyndu, sem
voru um borð i flugvélamóður-
skipunum Shokaku og Zuikaku
voru sérstaklega taugaóstyrkir,
og er þeir gleyptu í sig' morgun-
verðinn, fundu þeir, hvernig
hann virtist hlaupa saman og
storkna samstundis i maga
þeirra. Margir flugmannanna
námu staðar frammi fyrir ör-
litlu Shintoaltari og krupu i
þögulli bæn eftir að hafa feng-
ið sínar lokafyrirskipanir. Aðr-
ir kvöddu félaga sína, er eftir
yrðu.
Og það var langt því frá, að
það væru aðeins ungu menn-
irnir sem fyndu til óróleika og
kvíða. Yfirmaður alls leiðangurs-
ins, sjálfur Chuichi Nagumo
undiraðmíráll, hafði gengið fram
og aftur um klefa sinn, svefn-
vana og kvíðinn, allt frá því
flotinn lagði af stað, en hann
var sannfærður um það allt frá
byrjun, að sendiförin hlyti að
mistakast. Stjórnandi alls flug-
liðsins, Minoru Genda flugyfir-
foringi, var miður sín vegna
hinnar geysilegu ábyrgðar, sem
lögð hafði verið á herðar honum.
Hann var yfirleitt laus við hvers
kyns kvíða og áhyggjur, en síð-
ustu klukkustundirnar áður en
flugvélarnar hófu sig á loft, gat
hann ekki um annað hugsað, en
möguleg mistök, er ekki hefði
verið hægt að sjá fyrir. Þessi
dagur kynni að færa þeim dýr-
legan sigur eða ... megi guðir
forfeðranna forða okkur frá
slíku . . . hryllilegan ósigur.
Genda varð liugsað til þess, að
framtíð allra landa hans, sem
voru 100 milljónir að tölu, var
komin undir ákvörðunum þeim,
er hann tæki.
En þessi kviði hans vék brátt
fyrir öðrum hugsunum. Yar ekki
snjall flugforingi til staðar til
þess að stjórna árásinni? Og
voru ekki langflestir japönsku
flugmennirnir sannkallaðir úr-
valsflugmenn, er þoldu saman-
burð við l'Iugmenn allra flug-
flota heimsins? Hann var viss
um, að allur þessi ýtarlegi og ná-
kvæini undirbúningur síðustu
mánaðanna, geysileg þjálfun
mannanna og sú ofboðslega á-
herzla, sem lögð hafði verið á
hárfína nákvæmni, myndi að
lokum færa þeim ríkuleg verð-