Úrval - 01.06.1964, Page 129
ÁfíÁS JAPANA Á PEfíLUHÖFN
119
laun. Hann starði út á illsku-
iegt, auðnarlegt úthafið og l'ann
snögglega, hvernig hann fylltist
öryggi og sigurvissu að nýju.
„f£g fann, að allur kvíði var á
bak og burt,“ sagði hann.
Og svo kvað skyndilega við
hljóð, er yfirgnæfði vélarhljóð
skipanna, hljóð í flugvélahreyfl-
um. Tvær langdrægar sjóflug-
vélar hófu sig til flugs, og ætl-
uðu þær í njósnaflug til hins
fyrirheitna skofmarks.
FANtíl SÖGUNNAfí
Áætlunin um árásina á Perlu-
höfn hafði fæðzt í heila æðsta
yfirmanns liins sameinaða jap-
anska flota, Isoroku Yamamoto
aðmiráls, og hann hafði ekki
hætt fyrr en hann hafði brotið
á bak aftur alla andstöðu gegn á-
ætlun þessari. Aðstæður þessar
voru mótsagnakenndar, að því
er virðist, því að hann var mik-
ill hertæknisnillingur og var
mjög andsnúinn stríði gegn
Bandaríkjunum. Hann liafði
kynnzt hinum geysilega fram-
leiðslumætti Bandaríkjanna, þeg-
ar hann stundaði nám við Har-
vardháskóla og er hann starf-
aði síðar sem flotamálafulltrúi
í Washington.
Hann gaf japanska forsætis-
ráðherranum eftirfarandi yfir-
lýsingu haustið 1940: „Verði
mér skipað að berjast án tillits
til mögulegra afleiðinga, muii
ég láta hendur standa fram úr
ermum fyrsta misserið, en ég
hræðist útlitið, hvað annað og
þriðja stríðsárið snertir. Bg
vona, að þér munuð reyna að
forðast stríð við Bandaríkin.“
Hvernig var það mögulegt, að
maður, sem sá svo greinilega
fyrir líklegar afleiðingar jtessa
uppátækis, stæði sjálfur að baki
þeirrar árásar, sem kom sjálfu
stríðinu af stað?
Svarið er fólgið í þeirri stað-
reynd, að Japan liafði tekið
stefnu, sem gerði það að verkum,
að Yamamoto hafði í rauninni
ekki um neitt annað að velja.
Hann var fangi sjálfrar sögunn-
ar.
Eyveldið Japan er töfrandi
fagurt land, en það er fjalllent
og gat ekki séð fyrir nauðsynj-
um þjóðar, sem fjölgaði um
milljónir árlega, né hráefnunt
handa hinum kraftmikla og hrað
vaxandi iðnaði landsins. Þvi
var það, að það var sem aðstæð-
ur þessar hefðu rekið þá til
þess að taka upp útþenslu-
stefnu. Sú útþenslustefna rak
þá inn í Kóreu árið 1910 til
þess að leggja „Land morgun-
kyrrðarinnar“ undir sig, inn i
Mansjúríu árið 1931 og loks inn
i Kína sjálft árið 1937, og steypti
yfir þá slíkri holskeflu ofsa-
legrar þjóðernisstefnu, að helzt