Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 130
120
URVAL
má líkja við hinar ógurlegu flóð-
öldur, er hvirfilvindarnir reka
aö ströndum lands þeirra. Þeir
voru sem blindaðir af voninni
um glæst ætlunarhlutverk og
létu þannig freistast til þess að
reyna að halda sigurvinningum
sínum áfram, að gera slikar til-
raunir, er voru jafn fáránlegar
og sjálfsmorðsltenndar og ferðir
norskra læmingjahópa, sem
steí'na beint af augum og halda
á haf út.
Japani hafði lengi dreymt
um að styrkja veldi sitt með því
að komast yfir náttúruauðæfi
hinna ríku ianda í suðri, Filipps-
eyja, Malaya og hollenzku Aust-
ur-Indía. Árið 1939, þegar Yama-
moto varð æðsti yfirmaður hins
sameinaða flota, hafði þetta si-
fellda hungur í nægtarlöndin i
suðri fætt af sér stórkostlega á-
ætlun um nýja sigurvinninga.
Árið 1941 var fjórða ár Kina-
stríðsins, er enginn endi virtist
ætla að verða á bundinn, en
jók sífellt þörfina fyrir málma
og olíu og' varð þvi til þess að
gera sigurvinninga i suðri enn
æskilegri í augum japanskra
forráðamanna.
Teiichi Suzuki hershöfðingi,
yfirmaður Þróunarráðs Asíu,
hafði gefið eftirfarandi yfirlýs-
ingu: „Það er trú inín, að tak-
ist okkur að ná á okkar vald
þýðingarmestu stöðvunum á suð-
ursvæðinu á næstu 3—4 mánuð-
um, gætum við byrjað að flytja
þaðan olíu, alúmínum, nikkel,
gúmmi, tin og fleiri hráefni liálfu
ári síðar. Og við gætum byrjað
að hagnýta okkur auðæfi þessi
að fullu í byrjun annars árs her-
náms okkar.“
En framkvæmd þessarar áætl-
unap hefði örugglega i för með
sér strið við Bandaríkin, og
Yamamoto gerði sér fullvel grein
fyrir þeirri ömurlegu staðreynd.
En einu atriði má alls ekki
gleyma: Yamamoto var harður
þjóðernissinni og ósvikinn Jap-
ani. Hann elskaði keisara sinn
og ættjörð af ofboðslegum ákafa,
og hermannshjarta lians fylgdi
reglum hins sanna „samurai“:
skyldan fyrst. Yamamoto trúði
þvi líkt og flestir Japanir á þeim
árum, að Japanska þjóðin væri
hinn útvaldi kynstofn, sem fram-
sýn forsjón hefði valið til þess
að gegna óumflýjanlegu ætlunar-
verki. Japönum fannst því i
hæsta máta eðlilegt, að þeir skip-
uðu sess foringjans i samfélagi
Asíuþjóðanna.
Aðalhindrunin í vegi „Suður-
framkvæmdarinnar" var ffoti
Bandaríkjanna, en staða Yama-
motos gerði hann að miklu leyti
ábyrgan fyrir framkvæmd þess-
ari. Ætti þessi framkvæmd að
heppnast, varð þvi að útiloka
þetta óþæga flotaveldi frá hinum