Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 132
122
ÚRVAL
liinna fáu aðmírála japanska
flotans, er skyldi þýðingu flug-
styrks í nútímahernaði. í bréfi
sínu minnti Yamoto Onishi á,
að efni bréfsins skyldi skoðast
algerlega leynilegt. Hann skrif-
aði honum bréf upp á þrjár síð-
ur, og þessar þrjár síður höfðu
að geyma áætlun um óvænta
skyndiárás úr lofti á Perluhöfn.
Áleit Onishi, að slík árás gæti
lieppnast? „Gjörðu nú svo vel
að athuga vandlega þau vanda-
mál, sem framkvæmd þessarar
áætlunar hefði i för með sér,“
bað Y'amamoto hann að lokum.
„EfíFITT, EN EKKI ÓFRAM-
KVÆMANLEGT“
Eitt af fyrstu verkum Onis-
his aðmíráls var að kalla á sinn
fund Minoru Genda flugyfirfor-
ingja á flugmóðurskipinu Kaga.
Hann var 36 ára að aldri. Hann
hefði varla getað tekið stærra
skref í áttina til framkvæmdar
þessarar áætlunar.
Genda var einn snjallasti flug-
maðurinn i japanska flotanum.
Svört augu hans virtust loga.
Honn var frumlegur i hugsun,
og luigmyndir hans báru vott um
auðugt imyndunarafl, enda hafði
hann þegar liaft töluverð áhrif
á skipun flotans og starfshætti,
hvað flugvélaútbúnað snerti.
Þegar Onishi sýndi lionum
bréf Yamamotos, las Genda það
mjög vandlega. Hann varð strax
hrifinn af hinni frumlegu hug-
mynd Yamamotos. „Framkvæmd
áætlunarinnar yrði erfið, en ekki
óframkvæmanleg," sagði liann.
„Yamamoto reiðir sig' á að
geta brotið á bak aftur siðferð-
isstyrk Bandaríkjamanna með
því að beina sókninni gegn or-
ustuskipunum og sökkva eins
mörgum þeirra og frekast er
unnt,“ tilkynnti Onislii Genda.
Þótt flugvélamóðurskipin tækju
orustuskipunum fram sem árás-
arvopn, álitu Bandaríkjamenn,
jafnt sem Japanir, orustuskipin
vera kjarna flotans. Yamamoto
áleit þvi, að hann greiddi
Bandaríkjamönnum lamandi
liögg, sálfræðilega séð, með því
að eyðileggja þau.
Það kann að virðast furðu-
legt, en Yamamoto hafði einnig'
komið það til hugar að láta á-
rásarflugvélarnar ekki snúa áft-
ur til flugvélamóðurskipanna.
Þá þyrftu þau ekki að sigla eins
hættulega nálægt Perluhöfn og
ella og gætu lagt af stað heirn-
leiðis, strax og flugvélarnar væru
flognar af stað. Síðan átlu flug-
mennirnir að nauðlenda í hafið
að árásinni lokinni, og þaðan
áttu tundurspillar og kafbátar
að bjarga þeim. Yamamoto gerði
ráð fyrir þvi af miklum barna-
skap, sem honum var annars
ekki eiginlegur, að væri þess