Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 133
ÁRÁS JAPANA Á PERLUHÖFN
123
háttar árásaraðferð notuð, kynnu
Bandaríkjaraenn að skoða Japani
sem algerlega óttalausa furðu-
hjóð, sem gagnslaust myndi
reynast að berjast gegn.
Genda kæfði þessar hugmynd-
ir samstundis i fæðingunni.
Hann sagði, að aðalárásarmarkið
yrði að vera bandarisku flugvéla-
móðurskipin, þar eð japanska
flotanum stæði mest hætta af
þeim, og því yrðu öll japönsku
flugvélamóðurskipin að sigia
eins nálægt Perluhöfn og frek-
ast yrði unnt til þess að tryggja
sem beztan árangur. Hann sagði,
að hin aðferðin hefði slæm sál-
fræðileg áhrif á japönsku fiug-
mennina, og' það væri ekkert
vit að ætla að nauðienda á yfir-
ráðasvæði óvinanna; slíkt þýddi
aðeins þarfalausa sóun flugvéla
og þrautþjálfaðra flugmanna.
Hann bætti því við, að þar að
auki liefði það í för með sér
geysilega hættu fyrir flugvéia-
móðurskipin, ef þau legðu af
stað heimleiðis flugvélalaus og
Bandaríkjamenn hæfu gagnárás
á þau.
Genda fór aftur út í „Kaga“
og tók að glíma við viðfangs-
efnið. Tveim vikum síðar af-
henti hann Onishi fullkomna á-
ætlun yfir hina fyrirhuguðu á-
rás.
Hann áleit, að öil tiltæk flug-
vélamóðurskip ættu að taka þátt
í leiðangrinum og árásin skyldi
hafin í dögun, svo að skipunum
tækist að laumast sem næst
markinu í skjóli myrkurs. Með-
al flugvélanna áttu að vera
steypisprengiflugvélar, sprengju-
flugvélar, er hátt gætu flogið,
tundurskeytaflugvélar og orustu-
flugvélar. Heldur skyldi styðjast
við tundurskeyti en sprengjur,
vegna þess að þau gerðu meira
tjón og væru nákvæmari í mið-
un, ef hægt væri að komast ná-
lægt markinu. Perluhöfn var að
vísu of grunn fyrir þær tegundir
tundurskeyta, sem Japanir liöfðu
þá i fórum sínum, en Genda
var samt ákveðinn i afstöðu
sinni. Það yrði að leysa þetta
tundurskeytavandamál á ein-
hvern hátt.
Onishi samþykkti langflestar
tillögur Genda og bætti síðan
nokkrum nýjum við. Síðan sendi
hann Yamamoto áætlunina i
byrjun marzmánaðar, og var
hún notuð að mestu leyti ó-
breytt, þegar til skarar var lát-
ið skríða.
Næsta mánuðinn var hún svo
aukin og endurbætt. Fimm flug-
vélamóðurskipum, sem dreifð
voru víðs vegar um Kyrrahaf-
ið, skyldi safnað saman, ásamt
tíu tundurspillum, þannig að
tveir fylgdu hverju móðurskipi.
Þessi skipakostur skyldi þannig
mynda „Fyrsta flugflotann“.