Úrval - 01.06.1964, Side 134
124
ÚRVAL
Þetta var aS undirlagi flug-
manna innan flugliösins. AS-
mírálar flotans voru mótfallnir
þessari endurskipulagningu, en
þeir vissu reyndar ekkert um
Perluhafnaráætlunina (og hefSu
enda ekki samþykkt hana, hefSu
þeir um hana vitaS). En nú hélt
Yamamoto áfram án þess aS
hika, ;og þaSan i frá vann Genda
aS undirbúningnum sem óSur
væri.
Yamamoto hefSi sannarleg'a
kosiS a,S stjórna sjálfur árás
þessa nýja flota, en hann var
ómissandi á sínum staS, og þvi
var Chuichi Nagumo undiraS-
rcírál faliS hlutverk þetta, og
var þaS fyrst og fremst vegna
hins langa þjónustutíma hans.
Hann var sjómaSur af gamla
skólanum og ekki gæddur ríku
ímyndunarafli, en vel aS sér í
siglingafræSi. En hann hafSi
aldrei komiö nálægt neinu, er
fiug snerti, og þegar honum var
skýrt frá áætluninni, varS hann
alveg steini lostinn. Hann áleit,
aS vega skyldi miklu ýtarlegar
og meta alla hina geysilegu á-
hættu, er því yrSi samfara aS
senda geysistóran flota 3500
milna vegalengd allt inn aS
innsta kjarnanum i varnarlínu
óvinarins.
Hann áieit, aS ])aö eitt aS
komast óséSur til Hawaii væri
mjög erfitt viS hin beztu skil-
yröi, enda yrðu þeir aS taka
eldsneyti á leiðinni, en hann
áleit þaS næstum óleysanlegt
vandamál, þar eð skipin yrðu
að koma á hinn ákveðna stað
á hárnákvæmum tíma. Allt væri
undir því komið, að árásin kæmi
Bandarikjamönnum algerlega á
óvart, annars endaði allt með ó-
sköpum. Hann áleit því, að ef
svo vildi til, að vart yrði við
ferðir þeirra, lcynni slík upp-
götvun að kosta Japani næstum
allan flotann og þannig myndu
þeir tapa stríðinu á einum degi.
I fyrstu huggaði hinn rólyndi
Nagumo sig við, að ólíklegt væri,
að þessi fífldjarfa áætlun yrði
nokkurn tima framkvæmd. Hann
áleit, að mjög væri óvíst, að
Japan færi í stríð við Bandarik-
in, enda væru Japanir enn að
seínja við þau. (Japanir sýndu
geysilegt undirferli, þar eð þeir
héldu samningaviðræðum áfram
allt fram til þess augnabliks,
að fyrstu sprengjurnar féllu).
Þar að auki áleit hann, að Yama-
moto hefði ekki leyfi til þess
að vinna að slíkum áætlunum,
hann liefði gengið lengra en
vald lians leyfði honum, því að
undirbúningsstarfið heyrði und-
ir foringjaráð flotans. Hann á-
leit, að óliklegt væri, aS for-
ingjaráSið samþykkti áætlun
Yamamotos, og þvi ætti fyrir
henni að liggja að rykfalla i