Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 135
ÁIiÁS JAPANA Á PERLIJHÖFN
125
hinu leynilega skjalasafni.
KEISARINN TALAR
Þrátt fyrir þessar vonir Na-
gumos, var göngunni haldið
markvisst áfram i áttina til árás-
arstyrjaldar. Siðari hluta júlí-
mánaðar gerði Japan franska
Indó-Kína að „verndarsvæði"
sínu, og liðsmenn þeirra, sem
þegar höfðu norðurhluta lands-
ins á sinu valdi, tóku til að
leggja suðurhlutann undir sig.
Nokkrum dögum síðar „frysti"
Roosevelt forseti allar inneignir
Japana í Bandaríkjunum og
bannaði japönskum skipum að
ferma eða afferma varning i
bandarískum höfnum. Hann
hafði þegar stöðvað sendingar
járns og brotajárns til Japan
haustið áður, og nú stöðvaði
hann einnig sölu bandariskrar
olíu þangað. England og Hol-
land gerðu sams konar ráðstaf-
anir.
„Það liefur þegar verið lýst
yfir efnahagsstríði,“ stóð í einu
japanska dagblaðanna. „Það er
ekki erfitt að ímynda sér, hvað
komi næst.“
Þ. 6. september kallaði Hiro-
hito keisari saman forystumenn
landsins til þess að ræða hið
hættulega ástand. Þeir söfnuðust
saman í keisarahöllinni, og var
keisarinn í forsæti. Hann sat
hreyfinganlaus í hásæti sínu,
er Fumimaro Konoye forsætis-
ráðherra tók að lesa upp „Áætl-
un um stefnu ríkisins,“ en þar
ltomu m. a. fram eftirfarandi
staðreyndir:
1. Keisaradæmið var ákveðið
i að hætta á styrjöld við Banda-
rikin, Bretland og Holland til
þess að ná sínu efnahagslega
marki og öllum stríðsundurbún-
ingi átti að vera lokið síðast í
októbermánuði.
2. Þangað til myndi keisara-
dæmið reyna að koma kröfum
sinum fram með samningum.
En lágmarkskröfur þjóðarinn-
ar voru slikar, að engin von
var til þess, að af samningum
yrði, þar eð slíkir samningar
myndu tryggja Japan sess sem
valdamikið heimsveldi, en um
leið binda hendur Bandaríkja-
manna Breta og Hollendinga í
hinum fjarlægari Austurlöndum.
Nú stóðu hinir ýmsu leiðtog-
ar upp hver af öðrum og ræddu
ástandið. Allir lögðu áherzlu á
þörf þess, að undirbúningi yrði
hraðað. Japan varð að láta til
skarar skríða, meðan það hafði
enn birgðir hinna nauðsynlegu
hráefna, þar eð fjandskapur
Breta og afgreiðslubann Banda-
ríkjamanna gerðu það að verk-
um, að ómögulegt yrði að útvega
önnur liráefni i þeirra stað.
Teiichi Suzuki hershöfðingi
benti t. d. á það, að það væru