Úrval - 01.06.1964, Síða 136
126
ÚRVAL
aðeins eftir ársbirgðir af oliu
eða tæplega það.
Síðasti ræðumaður var Yoshi-
michi Hara barón, sem talaði
fyrir munn keisarans. „Áætlun-
in um stefnu ríkisins virtist gefa
til kynna,“ sagði hann, „að á-
herzla sé fyrst og fremst lögð
á stríð, en minna hugsað um
möguleika á milliríkjasamning-
um?“
Það varð stutt þögn. Siðan
fullvissaði Koshiro Oikawa flota-
málaráðherra hann um, að svo
væri. En augsýnilega hafa orð
hans ekki verið sannfærandi.
Brátt reis keisarinn upp og á-
varpaði ráðstefnuna öllum til
mikillar undrunar.
Hirohito hafði aldrei fyrr á-
varpað keisaralega ráðstefnu. En
samt stóð hann þarna, lifandi
tákn keisaradæmisins, 124. keis-
ari Japana, og varpaði af sér
sinni „guðlegu dýrð“.
Hann tók stutt kvæði upp lir
vasa sínum, og bar það heitið
„Fjórar áttir hafsins", en afi
hans, Meiji keisari, hafði ort
kvæði þetta. Fundarmenn héldu
niðri í sér andanum, á meðan
Hirohito las kvæðið upp, mjög
alvarlegur í bragði:
Ég held, að allir menn heims-
ins séu bræður,
Hví eru öldurnar og vindarnir
þá svona úfin í dag?
Keisarinn sagðist hafa lesið
kvæðið æ ofan í æ. Hvers vegna
var ekki mögulegt að grípa til
hugsjóna afa hans um alþjóð-
legan frið og leiða málið til
iykta á þeim grundvelli?
Nú fylgdi þögn, er þrungin
var eftirvæntingu, þangað til
formaður flotaforingjaráðsins
svaraði því til, að vissulega hefði
æðsta yfirstjórnin gert sér grein
fyrir mikilvægi samningaleiðar-
innar; hún mælti aðeins ineð
stríði sem neyðarúrræði. For-
maður herforingjaráðsins endur-
tók þessa sömu skoðun, en samt
var keisarinn alls ekki ánægður.
Og er fundinum var slitið, „rikti
óvenjulega miltil þensla í and-
rúmsloftinu,“ skrifaði Konobye
forsætisráðherra um atburð
þennan.
Bandaríkjamenn þeir, sem
halda, að Hirohito hefði getað
stöðvað framkvæmd Perluhafn-
aráætlunarinnar, hefði hann ósk-
að eða búið yfir meiri siðferðis-
styrk, skilja alls ekki hina flóknu
aðstöðu keisarans. Hann gat að-
eins gefið ráð og samþykkt til-
lögur, því að keisarinn varð að
standa með ríkisstjórn sinni til
þess að varðveita einingu þjóðar-
innar. Hann var rígbundinn við
siglutré sinnar óendanlega liáu
tignar.
En á þessu stigi málsins vissi
Hirohito keisari jafnvel ekki