Úrval - 01.06.1964, Page 138
128
ÚRVAL
á sömu skoðun.“ Nagumo sam-
þykkti því, a'ð í æfingum þessum
skyldi norðurleiðin reynd.
Fyrsta hugsaða árásin mis-
heppnaðist að mestu. „Rauða“
liðið japanska, sem tákna átti
Bandarikin, hélt uppi þeim
bandarísku vörnum, sem búizt
haföi verið við, og kom auga
á flota Nagumos snemma um
morguninn. Yfir Oahu lentu á-
rásarflugvélarnar í heilu neti
bandarískra flugvéla. Leikdóm-
arar dæmdu leikinn þannig, að
Nagumo hefði misst helming
flugvéla sinna og tveim af flug-
vélamóðurskipum hans hefði
verið sökkt en önnur stór-
skemmd í gagnárás Bandarikja-
manna, er á eftir fylgdi.
Það gekk betur við aðra til-
raun. Nú kom flotinn upp að
eyjunni beint úr norðri og var
timinn reiknaður út á svo hár-
nákvæman hátt, að flotinn var
rétt utan við seilingu banda-
rískra njósnaflugvéla, meðan
dagsbirtan rikti. Því var það
dæmt, að flotinn hefði sloppið
óséður upp að eyjunni, og árás-
in kom því hinu liðinu á óvart.
Leikdómarar dæmdu á þá leið,
að Bandarikjamenn hefðu orðið
fyrir miklu tjóni, en japanska
liðið hefði sloppið burt óskadd-
að, að undanteknum nokkrum
flugvélum, sem skotnar höfðu
verið niður.
Þótt einkennilegt megi virð-
ast, þá olli þessi sýning mikilli
mótstöðu gegn áætluninni. Sum-
ir álitu áætlun þessa svo fífl-
dirfskulega, að óverjandi væri.
Aðrir höfðu í huga hernað Jap-
ana á suðurvigstöðvunum og á-
litu, að hann einn myndi krefj-
ast alls skipakosts Japana. Og
loks voru aðmírálarnir af orustu-
skipunum sannfærðir um, að
það væri rangt að treysta á skip,
sem væru ekki betur brynvarin
en flugvélamóðurskipin.
Skoðunin um yfirburði orrustu-
skipanna var sem sagt enn mjög
útbreidd og ákveðin í japanska
flotanum, eins og sjá má af þeirri
staðreynd, að einmitt þá var ver-
ið að smíða risastór orrustuskip,
ekki 33.000 tonna skip eins og
„Nagato, flaggskip Yamamotos,
ekki 35.000 tonna skip eins og
nýja bandaríska orustuskipið
South Dakota, ekki 45.000 tonna
skip eins og Bandaríkin smið-
uðu síðar i striðinu, t. d. skipin
Iowa, Missouri, New Jersey og
Wisconsin, heldur risastórar ó-
fréskjur eins og Musashi og Yam-
ato. Þessi skip voru 62.000 tonn
nettó, og á þilförum þeirra voru
18.2 þumlunga fallbyssur. Þetta
voru stærstu orustuskip, sem
heimurinn hafði nokkru sinni
augum litið.
Þessir japönsku aðmírálar á
orrustuskipunum vissu, að þessir