Úrval - 01.06.1964, Side 142
132
ÚRVAL
lu voru mjög duglegir við þessa
iðju, en mesti snillingurinn með-
al þeirra var ungur skrifstofu-
maður, sem kallaður var Tad-
ashi Morimura. En hið rétta
nafn hans var Takeo Yoshikavva,
og hann var fyrrverandi undir-
liðsforingi í japanska flotanum.
Þegar Yoshikawa kom til Haw-
aii þ. 28. marz, 1941, fór hann
beint á fund Nagao Kita aðal-
ræðismanns, sem hafði nýlega
verið sendur til Honolulu lil
þess að vinna með Yoshikawa.
Ivita virti þennan nýja liðsmann
forvitnislega fyrir sér. Yoshi-
kawa var grannur, laglegur pilt-
ur, í meðallag'i hár. Hann var
29 ára en virtist miklu yngri
og mjög óliklegur til þess að
vera úrvalsnjósnari. Hann virt-
ist einmitt mjög barnaleg'ur.
Hann hafði enga reynslu
sem njósnari, og þar að auki
hafði hanii misst köggul framan
af vinstra vísifingri, en slík
persónueinkenni gætu reynzt
mjög' hættuleg og komið upp um
liann. Kiía var í vafa um, að
Yoshikawa væri rétti maðurinn
tii þessa starfs.
En yfirmenn flotans í Tokyo
vissu, hvað þeir sungu í 'þess-
um efnum. Reynsluleysi hans
var einmitt mikill kostur, þar
sem hann var alls ekki meðal
þeirra sendiráðsstarfsmanna jap-
anskra, sem vöktu forvitni
bandarisku leyniþjónustunnar.
Og undirbúningur hans fyrir
starf þetta var prýðilegur. Hann
hafði gengið í sjóliðsforingja-
skóla og verið um eitt ár í flot-
anum, þegar veikindi neyddu
hann til þess að liætta störfum
í flotanum.
En hann langaði alltaf á sjó-
inn og var því mjög leiður yfir
þessu. Þá stakk starfsskipunar-
stjóri einn í flotanum upp á því
við hann, að reynandi væri að
láta flotann finna heppilegt starf
handa honum, ef hann væri
reiðubúinn til þess að starfa
sem njósnari. Þá yrði hann að
varpa frá sér allri von um að
hækka í tign, en honum fannst
það samt borga sig, ef hann
gæti þannig tekið aftur til starfa
fyrir flotann, sem hann unni
svo mjög.
Fyrirskipanirnar, sem honum
voru gefnar, voru einfaldar.
Hann átti að gerast sérfræðing-
ur, hvað snerti Kyrrahafsflota
Bandaríkjanna og flotahafnir
hans á Guam, í Manila og Perlu-
höfn. Enn fremur átti hann að
auka enskukunnáttu sína. Næstu
fjögur áriri las hann gaumgæfi-
lega og lagði áminnið allt, sem
snerti bandariska flotann og
flugliðið. Hann grandskoðaði t.
d. bandarísk dagblöð, tímarit
og tæknibækur. Og að því kom,
að hann þekkti orðið hvert