Úrval - 01.06.1964, Side 143
ÁRÁS JAPANA Á PERLUHÖFN
133
baudarískt herskip og hverja
flugvélategund með nafni, núm-
er þeirra, byggingarlögun og
öll tæknileg' smáatriði þeim við-
víkjandi.
Siðla árs 1940 var honum skip-
að að taka enskupróf hjá utan-
ríkisráðuneytinu, svo að hægt
yrði að útnefna hann sem sendi-
ráðsstarfsmann til þess að
.,dylja“ hið raunverulega hlut-
verk hans. Þetta var ekki óal-
gengt á þeim tímum. Iðulega
voru sjóliðsforingjar látnir hætta
störfum i flotanum og gerast ó-
breyttir borgarar. Síðan voru
þeir sendir til starfa í japanska
utanríkisráðuneytinu og sendir
þangað, sem þeir gátu gert jap-
anska flotanum mest gagn. Og
þannig var einmitt farið með
Yoshikawa. Læknadeild flotans
var gefið það í skyn, að hann
gæti orðið flotanum meira virði
sem óbreyttur borgari. Síðar
var hann látinn ganga iðjulaus
um tíma til þess að „mýkja“
hann, og svo . ..
Hann var látinn hefja skrif-
stofustarf hjá japönsku ræðis-
mannsskrifstofunni i Honolulu,
og var hann svo skráður hjá
bandaríska utanríkisráðuneytinu
sem slíkur starfsmaður. Og nú
lét hann hendur standa fram úr
ermum, svo að um munaði. Hann
las öll dagblöð Honolulu á hverj-
um degi og beindi einkum at-
hygli sinni að skipafréttum og
fréttum úr samkvæmislífinu, þar
sem minnzt var á menn úr flot-
anum. Hann gekk daglega gegn-
um Perluborg (Pearl City)’ og
gafst honum þannig' gott tæki-
færi til þess að sjá yfir til Ford-
eyjar og herflugbrautarinnar á
henni. Og tvisvar eða þrisvar i
viku fékk hann sér bita i lítilli
veitinga stofu á hafnarbakkanum
yzt á skaganum, sem Perluborg
stendur á, en veitingastofu þá
átti roskinn Japani. Skagi þessi
var beint á móti Fordeyju, og
nær Perluhöfn gat hann ekki
komizt.
Þarna gat liann komizt á snoð-
ir um margt. Myndi flotinn halda
úr höfn bráðlega? Var verið að
flytja nýjar birgðir út í skipin?
Ollum þessum spurningum gat
hann sjálfur svarað með því
einu að liafa augun opin. Seint
á kvöldin var hann tíður gestur
i drykkjukrám, sem bandarísk-
ir sjóliðar, hermenn og flugmenn
vöndu komur sínar í, og þar
hlustaði hann á mas þeirra án
þess að spyrja sjálfur nokkurra
beinna spurninga, að heitið gæti,
til þess að tryggja það, að hann
drægi ekki að sér athygli þeirra.
Hann var alltaf hræddur um,
að upp um hann kæmist, og' því
ætíð vel á verði, því að skuggi
bandarísku ríkisrannsóknarlög-
reglunnar hvíldi stöðugt yfir