Úrval - 01.06.1964, Page 151
ÁRÁS JAPANA Á PERLUHÖFN
141
NÝ TEGUND TUNDURSKEYTA
Genda hafði litskýrt ýmis
vandamál, er snertu tundur-
skeytaárás, þegar hann skýrði
Perluhafnaráætlunina fyrst lit
fyrir Fuchida, en sá fundur
þeirra fór fram um borð í Akagi,
l'laggskipi Nagumos. Bandarísku
skipunum var lagt í tvoföldum
röðum í höfninni, og ómögulegt
var að ná til innri skipanna með
tundurskeytum. Þar að auki var
skipalægið svo mjótt, að ytri
skipin voru aðeins 1600 fetum
frá hafnarbökkunum hinum meg-
in í höfninni, og á þeim bakka
voru háir lyftikranar, reykháf-
ar og aðrar hindranir.
Japan átti engin tundurskeyti,
er að gagni mættu koma við
slikar aðstæður. Dýpið í Perlu-
höfn var aðeins 40 fet, og
hversu lág't sem tundurskeyta-
flugvél flygi, áður en tundur-
skeytunum væri sleppt, myndu
tundurskeytin sökkva að minnsta
kosti 7 fet í sjó niður á næg'u
dýpi, áður en þau hæfu ferð
sína í áttiná til skipanna. í
Perluhöfn myndi þetta auðvitað
hafa þær afleiðingar, að þau
styngjust beint ofan í botnleðj-
una án þess að valda nokkru
tjóni.
Tæknisérfræðingar unnu af
kappi að því að fullkomna tund-
urskeyti, sem ekki sykki djúpt,
áður en það hæfi ferð sína. Tæk-
Flugmennirnir
fá síðustu upp-
lýsingar og fyr-
irskipanir, áður
en þeir leggja
af stað í árás-
arflugið til
Oahueyju.