Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 154
144
ÚRVAL
rannsóknardeildir flotans aldrei
í friði, og hélt áfram að heimta
grnnnsævartundurskeyti. Að-
þrengdir tæknisérfræðingarnir
prófuðu allar þær teg'undir stýr-
isugga og jafnvægisugga, sem
nokkru sinni hafði verið stung-
ið upp á til þess að ráða ferð
og stefnu tundurskeyta. Það
gerði hvorki að reka né ganga,
þangað til þeir rákust á stýris-
'átbúnað, sem hafði verið hugs-
aður sem jafnvægisútbúnaður
fyrir tundurskeytin meðan þau
væru enn i lofti. Og' þeir ákváðu
að reyna slíkan útbúnað fyrir
ferð tundurskeytanna neðan-
sjávar.
Og hið furðulega var, að út-
búnaðurinn kom þar að gagni
þótt hann væri alls ekki fullkom
inn. Þegar fyrsta sending nýju
tundurskeytanna var tilbúin frá
verksmiðjunni, kom það í ljós,
að aðeins um helmingur þeirra
hélt sig á því dýpi, sem óskað
var eftir. En við frekari tilraunir
voru gerðar endurbætur á útbún-
aðinum, þannig að aðeins fimmta
hvert tundurskeyti lét ekki fylli-
lega að stjórn.
Þessi uppfinning kom alveg á
elleftu stundu. Þótt framleiðsla
hins nýja útbúnaðar fyrir tund-
urskeytin væri hafin tafarlaust,
voru fyrstu 30 tundurskéytin
ekki tilbúin fyrr en um miðjan
október. Og ekki yrði unnt að
afgreiða síðustu 100 tundurskeyt-
in fyrr en í lok nóvember, enda
urðu verkamennirnir að fara
með flugvélamóðurskipunum og
halda sífellt áfram störfum sín-
um um borð, jafnvel eftir að
þau komu öll saman við Kúril-
eyjar og bjuggu sig undir sigling-
una löngu.
SÉfíSTÖK NJÓSNAFERÐ
„Skilji óvinur einhverjar dyr
eftir opnar, verður maður að
þjóta inn um þær,“ skrifaði Sun
Tzu eitt sinn, en hann var kín-
verskur hernaðarsérfræðingur,
sem Japanir dáðu mikið. Banda-
ríkin skildu hurðina á Hawaii
nú eftir í hálfa gátt, og Japanir
þutu inn um dyrnar til þess að
vinna lokanjósnastarfið sitt þar.
í september hóf japanska
stjórnin samninga við bandarik-
in, og miðuðu þeir að því að fá
þau til þess að aflétta siglinga-
banni á japönsk skip til banda-
rískra hafna. Eftir margra vikna
samninga milli Kichisaburo No-
inura sendiherra og Cordells
Hulls utanríkisráðherra var sam-
þykkt, að þrjú farþegaskip mættu
sigla frá Japan til Hawaii og
Bandaríkjanna, svo framarlega
sem þau flyttu engan varning
til sölu þar. Bandarikin gerðu
þessa undanþágu í þeirri góðu
trú, að þetta myndi hjálpa til
þess að draga úr þenslunni, er