Úrval - 01.06.1964, Page 155
ÁRÁS JAPANA Á PERLUHÖFN
145
þá ríkti. Japanir flýttu sér að
notfæra sér aðstæðurnar.
Tatuta Maru, hið fyrsta þess-
ara japönsku skipa, kom til IIo-
nolulu þ. 23. október. Skömmu
eftir að það lagðist þar að
bryg'gju, steig Kita aðalræðis-
maður um borð og skipstjórinn
fékk honum innsiglað bréf. Það
var frá foringjaráði flotans, þar
sem meðal annars var óskað
eftir ýtarlegu korti, sem gæfi
upplýsingar um legu, stærð og
styrkleika allra herstöðva á Oa-
hueyju. Sérstök sendinefnd kæmi
brátt til Hawaii til þess að taka
við þessum upplýsingum og ræða
um önnur mjög þýðingarmikil
atriði.
Sendinefnd þessi voru þeir
Suguru Suzuki flugyfirforingi,
sem var sérfræðingur í hernað-
armætti bandaríska flugliðsins
á Kyrrahafssvæðinu og Toshi-
hide Maejima flotayfirforingi, er
var kafbátasérfræðingur. Þeir
áttu að vega og' meta allar að-
stæður í Perluhöfn og' skýra síð-
an yfirstjórn flotans persónulega
frá endanlegum ályktunum sin-
um.
Tatuta Maru hélt svo áfram til
Bandaríkjanna, en næsta skip,
Taiyo Maru, sem flutti þá Suzuki
og Maejima til Hawaii, átti að
snúa þaðan heimleiðis. Stjórnar-
embættismaður einn í Tokyo
skýrði þessa frétt þanuig út
fyrir forvitnum fréttamönnum,
að þarna væri bara um að ræða
ákvörðun, „er byggðist á sem
hagkvæmastri ferðaáætlun.“
Taiyo Maru sigldi frá Yoko-
hama þ. 22. október. Nöfn þeirra
Suzuki og Maejima sáust hvergi
á farþegalistanum. Suzuki var
skráður sem aðstoðargjaldkeri
og Maejima sem skipslæknir.
Þegar skipið var komið úr aug-
sýn, sigidi það norður á bóginn
og þræddi norðurleiðina, sem
árásarflotinn átti siðar að sigla.
Sendimennirnir tveir skiptust
á um að vera á verði alla leiðina
og skimuðu stöðugt út til sjón-
deildarhringsins.
Árangurinn virtist vera alveg
ótrúlega góður. Þeir komu ekki
auga á eitt skip alla leiðina til
Hawaii. Veðrið var mjög ákjós-
anlegt alla leiðina, yfirleitt þung-
búið loft og nægileg þoka til
þess að hylja skipið léttum
dularlijúpi. Það var ekki fyrr
en skipið var um 80 milur und-
an Oahueyju, að fyrsta banda-
ríska eftirlitsflugvélin rak trjón-
una fram úr skýjaþykkninu.
Taiyo Maru kom inn á höfnina
í Honolulu kl. 8.30 að morgni
þ. 11. nóvember, en þá var laug-
ardagur. Komutíminn hafði ver-
ið nákvæmlega útreiknaður.
Helgin var að byrja, en þetta var
einmitt hinn fyrirhugaði árásar-
tín:i. Sk;;::ð lasðist við hafnar-