Úrval - 01.06.1964, Síða 156
14G
ÚRVAL
bakka nr. 8 nálægt Alohaturn-
inum, og úr skutnum gátu sendi-
mennirnir tveir grandskoðað
Perluhöfn í sjónaukum sínum
og allt nálægt umhverfi hennar.
SkipiS dvaldi í höfn í 5 daga.
Allan tímann voru sendimenn-
irnir kyrrir um borS, en þaS
var samkvæmt skipunum, er
þeim höfðu verið gefnar. For-
ingjaráS flotans vildi ekki, að
þaS sæist til ferða þeirra í landi,
viidi koma í veg fyrir ])að, að
bandariskum embættismönnum
gæfist ef til vill tækifæri til þess
aS yfirheyra þá. ForingjaráSiS
vildi ekki vekja hinn minnsta
grun. Kita aSalræSismaSur heim-
sótti þá alls þrisvar sinnum, og
kom hann meS tvo starfsmenn
ræðismannsskrifstofunnar með
sér og lét þá bera skjöl og annað
slíkt á skipsfjöl og í land. Ef
gagnnjósnadeild Bandaríkjanna
tæki allt í einu til þess að leita
á þeim, er heimsæktu skipiS,
fyndist ekkert grunsamlegt á
honum sjálfum. Hægt væri að
gefa hæfilega sannfærandi skýr-
ingar, þótt lágtsettur starfsmað-
ur bryti fyrirskipaðar reglur.
Kita leyfði Yoshikawa njósna-
meistara alls ekki að koma ná-
lægt skipinu, ef ske kynni, að
honum væri veitt eftirför
af bandarísku ríkisrannsókna-
lögreglunni, en Suzuki afhenti
Kita langan spurningalista, sem
Yoshikawa átti aS svara. Á meðal
annars vildi foringjaráð flotans
fá að vita, hvort Oahueyja væri
einn jíeirra staða, sem Banda-
rikjamenn reyna aS verja, hvaS
sem það kostaSi. Myndu þeir
hefja stríð gegn Japönum tafar-
laust? Myndi reynast mögulegt
að koma Sandaríkjamönnum að
óvörum? Yoshikawa svaraði
joessum spurningum á þann veg,
að vonir sendimannanna juk-
ust um allan helming.
Yoshikawa fékk Kita ýtarlega
uppdráttinn, langa spurninga-
listann og ýmsar aðrar upplýs-
ingar, og einn af starfsmönn-
um Kita gekk ósköp rólegur upp
landgöngubrúna með iiinn dýr-
mæta flutning sinn falinn undir
einu dagblaði bæjarins. Og þeir
vörpuSu allir öndinni léttar,
þegar ætlunarverkinu var nú
örugglega lokið.
Taiyo Matu sigldi aftur heim
til Japan þ. 5. nóvember. Far-
þegarnir, sem með skipinu
sigldu, urðu að undirgangast
„eina ýtarlegustu tollskoðun,
sem nokkru sinni hefur farið
fram við höfnina í Honolulu.“
Ekkert óleyfilegt fannst í far-
angrinum né á farþegunum
sjálfum.
STEFNUMÓT Vlfí KÚfílLEYJAR
Undirbúningurinn var nú i
algleymingi. Þ. G. nóvember hélt