Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 160
150
ÚRVAL
lýsingar manns, sem hafSi per-
sónulega athugað ])ar allar að-
stæður. Hann lagði áherzlu á
þá venju innan bandaríska flot-
ans, að halda til heimahafnar
um hverja helgi. Hann lýsti flug-
völlunum ýtarlega, skýrði jafn-
vel frá þykkt flugskýlaþaltanna.
Hann gaf ýmsar upplýsingar urn
flugstyrk þann, sem fyrir hendi
var á eyjunni. (Hann ofmat flug-
styrk hersins um næstum 100%,
sagði, að á Oahueyju væru 455
flugvélar, en á öllum Hawaii-
eyjum voru þá samtals aðeins
231 herflugvél)
Nagumo sat hreyfingarlaus sem
skurðgoð, á meðan Suzuki tal-
aði. Hann sagði ekki orð, en það
fór ekkert fram lijá honum. Þeg-
ar Suzuki lauk máli sínu og beið
eftir spurningum þeirra, beindi
Nagumo spurningunum að hon-
um um öll þau atriði, sem hann
óttaðist. En sæist nú skyndilega
til ferða þeirra á leið til Haw-
aii? Var óvinurinn viðbúinn á-
rásum? Hverjar voru líkurnar á
því, að óvinurinn gæti svarað
í sömu mynt? Hvaða möguleikar
voru á því, að bandaríski flot-
inn fyrirfyndist í Perluhöfn,
þegar flugvélarnar kæmu þang-
að?
Það var erfitt fyrir Suzuki að
eyða ótta Nagumos, hvað öll
þessi atriði snerti, og hann gat
alls ekki vonazt til, að honum
tækist það. Hann gat aðeins end-
urtekið það, sem hann hafði þeg-
ar sagt foringjaráði flotans í
Tokyo: allar staðreyndir virtust
vera árásarflotanum i vil.
Hið eina, sem var ábótavant
skýrslu Suzuki, var sú staðreynd,
að upplýsingar hans um banda-
rísk flugvélamóðurskip voru
ekki nákvæmar. Þeir Genda og
Fuchida spurðu hann spjörunum
úr um þau og óttuðust, að þeim
tækist ekki að hæfa þessi eftir-
sóknarverðustu skotmörk i hinni
miklu árás. Suzuki gat ekki eytt
ótta þeirra í þessu efni, gat ekki
fullvissað þá um, að þau yrðu
hæfð.
Snemma næsta morgun var
mikið um að vera um borð i
Akagi, er yfirmenn allra skip-
anna þyrptust þangað til þess
að sitja þar sérstakan fund. Þar
voru einnig viðstaddir allir yfir-
menn flugsveitanna. Fundurinn
var haldinn i sömu káetunni og
áður.
Nagumo byrjaði á því að til-
kynna þeim, að ætlunarverk
þeirra væri að ráðast á Perlu-
höfn. Þetta vakti æsingu fundar-
manna, og það kvað við lágvær
kliður, er þeir ræddu þetta. Þetta
var í fyrsta skipti, að hann út-
skýrði þeim opinskátt frá ætl-
unarhlutverki liðsins. Margir
viðstaddir höfðu vitað um áætl-
unina mánuðum saman, en aðrir