Úrval - 01.06.1964, Page 163
.-Í/(’.4.S’ JAPANA Á PERLUHÖFN
153
varlega úr flugjakkanum sínum.
Hann steig upp í flugvélina sína
tvisvar á dag og fór þar yfir
fyrirskipanirnar varðandi árás-
ina. Það virðist sem ódrepandi
áhugi hans hafi borið árangur,
þvi að síðar var hann álitinn
hafa hæft Arizona beinu skoti í
árásinni.
Fyrsti flugflotinn var nú á
liraðri ferð úr norðri í áttina
til fórnardýrs síns, án þess að
óvinirnir hefðu hina minnstu
hugmynd um það, enda beindist
sú takmarkaða athygli, er þeir
veittu nú Kyrrahafinu, að suður-
hluta þess. Ástæðan var sú, að
þar voru japönsk skip og heilar
skipalestir á mikilli hreyfingu
án nokkurrar leyndar, og banda-
risku blöðin veltu vöngum yfir
því, hvaða svæði yrði næst ó^n-
að. „Roosevelt ræðir við sendi-
menn frá Tokyo, um leið og
Japanir streyma inn i Indó-
Kína,“ stóð í New York Times
þ. 28. nóvember, 1941. „Þetta
kann að vera upphaf innrásar
í Thailand."
Önnur lævísleg blekking fólst
í brottför Tatuta Maru frá Yoko-
hama þ. 2. desember. Þetta var
þriðja farþegaskipið af þrem,
sem Japan hafði verið leyft að
senda til Bandaríkjanna, og hið
yfirlýsta ætlunarverk skipsins
var að „skipta á bandarískum
flóttamönnum frá Austurlöndum
og japönskum borgurum, er í
Bandaríkjunum dvöldu.“ Þessi
yfirlýsing var mjög trúleg og
mikið auglýst í bandarískum
blöðum. Áætlað var, að skipið
kæmi til Bandaríkjanna þ. 14.
Árásarflotinn á leið til Perluhafnar. Japanski flotinn sigldi 3500 mílur yfir víð-
áttur Kyrrahafsins, án þess að vart yrði við för hans. Hér sést frá vinstri til
hægri: orrustuskipin Hiei og Kirishima og flugvélamóðurskipið Shokaku.