Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 166
156
ÚRVAL
gömlu skipan breitt, og hin nýja
öld flugsins tók við stjórninni.
TORA! TORA! TORA!
Klukkan 5.30 um morguninn
var tveim langfleygum sjóflug-
vélum fyrst skotið á loft af þil-
förum beitiskipanna Ghikuma og
Tone. Skyldu þær balda i njósna-
flug. Þessar skuggalegu dúfur
áttu að fljúga yfir Oahueyju og
Lahainaskipalægið úti fyrir Ma-
uieyju til þess að njósna um
bandaríska flotann, rétt áður
en árás skyldi hefjast. Yrðu ó-
vinirnir varir við ferðir þeirra,
var voðinn vís. En áhættan hafði
verið gaumgæfilega yfirveguð,
lögð á aðra vogarskálina, en i
hina vissan um hina ofboðslegu
þörf fyrir öruggar upplýsingar.
Flugmennirnir á öllum móð-
urskipunum höfðu verið vaktir
rétt fyrir kl. 3 um nóttina. Marg-
ir voru öf eftirvæntingarfullir
til þess að geta sofnað, og höfðu
þeir eytt nóttinni í að skrifa
kveðjubréf heim eða færa
lcveðjuorðsendingar inn i dag-
hækur sinar. Strax og þeir höfðu
lokið morgunverði, söfnuðust
þeir saman á hverju skipi fyrir
sig til þess að hlusta á síðustu
hvatningaræðuna.
Klukkan 5.30 sneru móður-
skipin 6 næstum beint í austur-
átt, en þau voru nú um 200 míl-
um fyrir norðan Oahueyju, og til
þess að hamla á móti áhrifum
mikils mótvinds við flugtakið,
juku þeir hraðann upp í 24
hnúta. Það var vondur sjór, og
þessi risaskip ultu illilega.
Stundum gusaðist sjávarlöðrið
jafnvel yfir flugbrautirnar. Flug-
takið var að visu erfitt, en samt
mögulegt, og orrustufáninn var
dreginn að hún á öllum móður-
skipunum.
Ahafnir skipanna komu öllu
í lag á flugbrautunum til þess
að undirbúa flugtak fyrri sveit-
ar japönsku „villiarnanna". Er
flugmennirnir bjuggu sig undir
að stíga upp í flugvélarnar,
bundu þeir hachimaki um leður-
hjálma sína, en það er langur,
mjór klútur, sem gömlu „samur-
aiarnir“ bundu samkvæmt göml-
um erfðavenjum um höfuð sér,
áður en þeir lögðu til orustu.
Á hverjum kliit flugmannanna
stóð nú orðið Hisso — örugcjur
sigur.
Flugskotið fór fram algerlega
snurðulaust og skjótt. í fyrri á-
rásarsveitinni voru 43 orrustu-
flugvélar, 49 sprengjuflugvélar,
er hátt flugu, 51 steypisprengju-
flugvél og 40 tundurskeytaflug-
vélar. Það tók þessar 183 flug-
vélar aðeins samtals 15 mínútur
að hefja sig til flugs, en slíkt var
algert met. Við æfingaflugtak á
Iíyushu hafði meðaltíminn ver-
ið 40 minútur við góð veður-