Úrval - 01.06.1964, Page 167
ÁRÁS JAPANA Á PERLUHÖFN
157
skilyrði. En tími sá var kominn
niður i 20 mínútur, þegar flot-
inn lagði af stað til Hitokappu-
flóa. En nú var tími þessi þannig
enn styttur. ASeins tveim flugvél-
um hlekktist á. Vélarbilun kom
fram í einni sprengjuflugvélinni,
er hátt gat flogiS, og ein orrustu-
flugvéi steyptist af veltandi flug-
hraut móSurskipsins Hiryu i sjó
niður og hvarf.
Fuchida gaf merki með þvi
að fljúga í broddi einfaldrar
fylkingar sprengjuflugdeildar
sinnar yfir stefni Akagi og sam-
kvæmt merki þessu skipuðu
flugvélar allra skipanna sér í
fylkingu undir lians stjórn og
hófu flugið til Oahueyjar og
Perluhafnar. Á eftir þeim átti
að koma önnur flugvélasveit,
strax og lokið hefði verið aS
lyfta flugvélum þeim upp á flug-
brautirnar. Samtals tóku 353
flugvélar þátt í árásinni, stærsti
flotaflugvélahópur í hernaðar-
sögunni.
Hin hækkandi sól japanska
keisaraveldisins hafði aldrei
fyrr verið svo hátt á lofti, og
þeir gerðu sér allir grein fyrir
því. Áhafnir skipanna veifuSu og
hrópuðu í kveSjuskyni, og tárin
streymdu niður kinnar sumra
þeirra. Og þeir héldu áfram oS
veifa húfum sinum, þangaS til
flugvélarnar urðu að örlitlum
deplum í fjarska. Genda stóð
uppi i brú og fann stolt gegntaka
sig allan. Hróp skipshafnanna,
„Baiizai! Banzai“ ómuSu enn í
eyrum lians, er hann gekk til
stjórnklefa Akagi til þess að biða
fyrstu orðsendingar Fuchida,
en hún átti að sendast, er hann
kæmi að skotmarkinu.
Viðs vegar um Kyrrahafið
biðu yfirmenn 2., 3., 4. og 5.
japanska flotans einnig þessarar
orðsendingar, því að hún var
merkið um, að þeir skyldu leggja
til atlögu á vigstöðvum víða um
Kyrrahaf. Yamamoto beið einnig
heima i Japan, og æðstu yfir-
menn yfirstjórnar flotans söfn-
uðust saman í Flataklúbbnum í
Tokyo og biðu þar með þandar
taugar.
Fyrstu upplýsingarnar bárust,
þegar önnur njósnaflugvélin
sendi orðsendingu þessa efnis:
bandarísku skipin voru enn í
Perluhöfn, og ekki sáust nein
merki um, að orðið hefði vart
við ferðir árásarliðsins.
Klukkan nálcvæmlega 7.49
barst hin æsandi orðsending Fu-
chida úr loftinu yfir Hawaii um
öldur ljósvakans: ,,To-To-To-!“
Þetta var fyrsta atkvæði jap-
anska orðsins, sem þýðir „árás“,
og það þýddi, að fyrri flugsveit-
in hafði nú þegar gert árás.
Nokkrum mínútum síðar barst
önnur orðsending. Fuchida sendi
kvíðafullum yfirboðurum sínum