Úrval - 01.06.1964, Page 170
160
URVAI.
Svo^® eR l\?i%
Á meðan við biðum úti fyrir
sjónvarpsstöðinni tii Þess að kom-
ast inn til að horfa á spurninga-
þátt, útbýtti starfsmaður eyðu-
blöðum til allra þeirra, sem á-
huga kynnu að hafa á að taka
Þátt I þættinum. Spurningarnar,
sem svara átti, tóku yfir tvær
þéttskrifaðar blaðsíður: nafn, ald-
ur, þyngd, áhugamál, skemmtileg-
asti atburðurinn, o. s. frv. Kona
ein, sem stóð nálægt mér, velti
um stund vöngum yfir þessu og
sagði síðan: „Nei, ekki get ég
tekið þátt í þessum þætti... nú
ég veiti jafnvel ekki manninum
mínum þess háttar upplýsingar!"
M. Weir.
Það var í þá daga, þegar bát-
unum var alltaf lagt við legufæri
á gömlu höfninni, að skipstjóri
nokkur var að leggja báti sínum
að bólinu. Stormbræla var á og
komin var dimma. Var hann sjálf-
ur við stýrið, en hásetarnir framá
og sögðu honum til. Þetta gekk
hálf erfiðlega, og svo lika heyrði
hann illa til þeirra fyrir vélaskrölt-
inu. Er hann nú gerði eina tilraun-
ina, kallaði hann til þeirra og
sagði:
— Þið skuluð bara benda mér
núna, ég heyri það miklu betur.
Faxi, Keflavík.
Fjórir miðaldra menn voru að
leika golf, og einn þeirra fékk
allt í einu hjartaslag við holuna,
sem lengst var frá golfskálanum.
Hinir þrír tóku gamla manninn
upp og báru bann með erfiðismun-
heim til skálans. Þegar sjúkra-
bíllinn var búinn að ná i hann,
settust þeir niður og fengu sér
hressingu eftir áreynsluna. Golf-
leikari einn, sem frétti um þetta,
gekk þá til þeirra og tók að hrósa
þeim fyrir það, hversu rnikið þeir
hefðu á sig lagt fyrir félaga sinn.
Þá svaraði einn þeirra. „Ja, þetta
var nú ekki slíkt afrek. Sko, okk-
ur fannst erfiðast að þurfa að
leggja aumingja John á Jörðina
við hverja holu og lyfta hQnum
síðan upp aftur, eftir að við vor-
um búnir að leika."
Walter Trohan.
Samvizkan er mjög fáguð og
hæversk og hættir fljótlega að
yrða á þá, sem ekki vilja á hana
hlusta.
Samuel Butler.