Úrval - 01.07.1968, Qupperneq 64
62
TJRVAL
örðugleikum, og næsta skip, sem
var 56.000 tonna olíuskip, var smíð-
að á 100 dögum. Nuolja er sextánda
skipið, sem smíðað er í Arendal.
Og það var smíðað á 81 degi og af-
greitt með þriggja mánaða styttri
afgreiðslutíma en gert hafði verið
ráð fyrir!
En Svensson er jafnvel ekki
ánægður með þetta nýja met. Hann
vonar að geta stytt byggingartím-
ann í 65 daga og jafnvel ef til vill
síðar í 50 daga, sem virðist næstum
ótrúlegt.
í skoðunarferð minni um Aren-
dalstöðina fannst mér stundum sem
hún væri auð og yfirgefin, þótt
vinnan væri í fullum gangi. Því
sagði ég við leiðsögumann minn:
„Það var skrambi slæmt, að ég
skyldi ekki koma hingað á vinnu-
degi.“ En þetta er venjulegur vinnu-
dagur,“ svaraði hann. „Hér er allt
í fullum gangi,“ Þar var um að
ræða einn stærsta sigur Svenssons;
þ. e. að svo fáir starfsmenn skuli
geta leyst af hendi svo mikla vinnu.
í einum vinnusalnum, sem nær yfir
5 ekrur, eru aðeins 50 starfsmenn!
Það er sérstaklega hrífandi að
sjá, hvernig hráefnin (aðallega
stálplötur) eru flutt á sinn rétta
stað í framleiðslukerfinu. í stöðinni
eru alltaf til nægilegar birgðir af
stálplötum í 4 skip. Stálplöturnar
eru fluttar á sinn rétta stað eftir
leiðum, sem virðast í fyrstu óskap-
lega flóknar, en flutningakerfi
þetta er í rauninni eins fullkomið
og kerfið í járnbrautarskiptistöð.
Sérhver stálplata fær sitt sérstaka
„vegabréf". með sérstökum lit og
tölu, sem beinir því af fullkomnu
öryggi á réttan stað á nákvæmlega
réttu augnabliki. Einn maður
stjórnar þessu geysilega flutninga-
kerfi með hjálp lokaðs sjónvarps-
kerfis, sem gerir honum fært að
fylgjast nákvæmlega með öllu, sem
gerist. Þetta er svo furðulega ná-
kvæmt, að brezkur gestur í stöð-
inni sagðist geta séð fiðrildi sveima
í kringum stálplötur, sem voru í
næstum mílufjórðungs fjarlægð.
Ryðlausar stálplöturnar eru síðan
málaðar, skornar og mótaðar eftir
þörfum. í byggingarsal einum eru
þær logsoðnar saman í risavaxna
skipshluta, sem geta verið allt að
því 300 tonn hver. Stærstu hegrar
heimsins lyfta þessum hlutum upp
á tvær langar rennibrautir, sem
byrja innan dyra og ná út úr vinnu-
sölunum. Hvor rennibraut getur
flutt 250.000 tonna skip.
Það er ekki um að ræða neina
viðhöfn í sambandi við lagningu
kjalar, því að það er ekki um neinn
kjöl að ræða í raun og veru. Risa-
vaxinn afturhluti kemur svífandi
í hegra, sem kemur honum fyrir á
rennibrautinni, og síðan er næsti
hluti þar fyrir framan logsoðinn við
afturhlutann, og svo koll af kolli.
Þegar sá hluti rennibrautarinnar,
sem er innanhúss, er orðinn fullur,
er kominn tími til þess að ýta þessu
vaxandi skipi út undir bert loft.
Svensson og aðstoðarmenn hans
reyndu fyrst kúlulegur til þess að
unnt reyndist að ýta þessum fer-
líkjum út undir bert loft, en kúlu-
legur eru eins konar sérgrein Svía.
En jafnvel sterkustu og beztu kúlu-
legurnar bognuðu undan þessum of-
urþunga. Þeir létu samt ekki bug-