Úrval - 01.01.1976, Side 30
28
ný hugtök. Sannur vísindamaður er aldrei
sannfærður um, að yfirsýn hans yfir stað-
reyndir sé endanleg og fullkomin. Nýir og
ókannaðir sjóndeildarhringir eru alltaf til
staðar.
Það er óneitanlega gleðiefni, að ný
kynslóð vísindamanna er nú að koma
fram, og að margir 1 þeirra hópi hafa
hugrekki til að draga opinberlega í efa
staðnaðar hugmyndir er sumir hinna
þröngsýnni samtíðarmanna þeirra aðhyll-
ast.
Árið 1951 sagði Erwin Schrödinger,
nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði, að óyggj-
andi eftirlíking raunveruleikans sé óhugs-
andi. Arthur Koestler, sem var jafn mikill
áhugamaður um dularsálfræði og eðlis-
fræði, hafði eftirfarandi að segja um af-
neitun þeirra hluta er ekki samrýmast
löngu viðurkenndum sjónarmiðum:
,,Þú getur alltaf þekkt hana af orðunum
,,ekkert annað en”. Manninum er lýst
sem „ekkert annað en” flókið líf-efna-
fræðilegt kerfi eða „ekkert annað en”
talva. Hugmyndin á rætur að rekja til
19. aldar eðlisfræði, sem eðlisfræðingar
eru fyrir löngu búnir að leggja til hliðar.”
í efnavísindum eins og efnafræði eða
eðlisfræði, er prðfun tilgátu tiltölulega
auðvelt viðfangsefni. En þegar hin sama
„vísindalega aðferð” er notuð við að
rannsaka sálræn fyrirbæri, hefur komið í
ljós, að rikjandi viðhorf þeirra sem að
rannsókninni standa geta haft afgerandi
áhrif á fengnar niðurstöður.
Grein er birtist 1 ,,New Scientist”, í
apríl 1974, undir heitinu ,,Eru sálorku
myndir mögulegar?”, fjallaði að nokkru
leyti um Kirlian myndatökur. Sumt af
ORVAL
því sem þar kemur fram er sérstaklega
áhugavert fyrir spíritista.
í henni segir m.a. ,,....það besta, sem
við þá gætum gert, væri að viðhafa jákvætt
og styðjandi viðhorf á meðan á fram-
kvæmd vel skipulagðrar tilraunar stæði,
en geyma okkur alla gagnrýni og efa þar til
seinna, er við tækjum staðreyndir til
gaumgæfilegrar íhugunar...Þetta er llka
ástæðan til þess að flestir þeirra er leggja
stund á dularsálfræði geta talist vera í
hópi trúhneigðra manna.”
Þeim er það nauðsynlegt til að fá fram
jákvæðar niðurstöður. Að sjálfsögðu verða
þeir einnig að vera gæddir gagnrýnis-
hæfileika og heiðarleika tii að nota hann
á réttum tíma við mat staðreynda.
Höfundur greinarinnar benti einnig á,
að hin „vísindalega aðferð” krefjist þess
ekki að menn séu kuldalega hlutlægir og
gagnrýnir við framkvæmd tilraunar. Það
er góðs viti, hversu margir nútíma vís-
indahugsuðir eru farnir að gera sér grein
fyrir nauðsyn þess, að menn séu opnir
og hleypidómalausir við vísindalegar rann-
sóknir.
Er spíritismi vísindi? Svarið er háð
þeirri skilgreiningu á vísindum sem spyrj-
andinn viðurkennir. Ég geri mér ljóst, að
spíritismi gengur út frá því sem óvéfengj-
anlegum sannieika, að við lifum eftir
dauðann.
En það er vafamál hvort spíritismi geti
við núverandi aðstæður talist uppfylla þær
ströngu kröfur, sem gera verður til cís-
inda. Ef til vill færi betur að spyrja:
,,Mun spíritismi nokkurn tíma verða að
vísindum?" Við þessari spurningu kann
ég svar: , Já”.