Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 121
UMHVERFIS JÖRDINA MEÐ ZEPPELIN GREIFA
119
Rúmgóð og íburðarmikil setu- og borð-
stofan í Graf Zeppelin. Takið eftir,
hvernig gluggarnir halla út.
Nú lá leiðin heim: Yfir Azoreyjar,
Finisterrehöfða, Santander, Bordeaux,
dýrðlegt sólarlag yfir Ölpunum, og loks
var Friedrichshaven framundan og fánar
við hvern hún. Að baki . var loftferð
umhverfis heiminn á tuttugu dögum,
fjórum tímum og fjórtán mlnútum, og
þar af var farið tólf sólarhringa, tólf
tíma og tuttugu mínútur á lofti.
1931 fór Graf Zeppelin 1 ferð til norð-
urskautssvæðisins og Egyptalands, og frá
1932 til 1937 var skipið í reglulegum
förum milli Þýskalands og Rio de Janeiro.
Yfir þrettán þúsund gjaldándi farþegar
voru með 1 fimm hundruð og níutíu
flugferðum, þar af 144 yfir úthaf, án þess
að nokkurt slys yrði. Þegar loftfarið
Hindenburg, sem var ennþá íburðarmeira
splundraðist 1 lendingu í Lakehurst hinn
6. maí 1937 og 35 manns urðu bálinu að
bráð, haettu þjóðverjar rekstri loftskip-
anna. Graf Zeppelin var stungið inn í
Einn af klefunum. Sófanum hefur verið
breytt, svo hann myndar kojur.
flugskýli, og nokkrum árum síðar, eða
1940, var það höggvið niður. Tími
„zeppelínanna” var liðinn.
En er saga loftskipanna raunverulea
á enda? Nú á dögum er vaxandi áhugi á
loftskipum, bæði til fólksflutninga og
vöruflutninga. í Kaliforníu hefur verið
komið á laggirnar nefnd, sem á að rann-
saka möguleika Bandaríkjanna til þess að
hagnýta sér loftför til ýmissa þarfa.”
Rússar gæla við hugmyndina um atóm-
knúin loftskip, og sagt er, að I Leningrad
hafi verksmiðja ein tilbúnar teikningar
af risaloftskipi, fylltu helium, 1 laginu
eins og Zeppelinskip. I Þýskaiandi voru
haldnar alþjóðlegar loftskiparáðstefnur
bæði árin 1972 og 1973, undir kjörorðinu
„Zeppelin aftur”. I Englandi hafa verið
gerðar að minnsta l^tsti tvær nýjar gerðir
loftskipa, og tilraunir eru llka I gangi I
Frakklandi og Austurrlki. Fyrirtæki I
Grikklandi og Hollandi rannsaka nú