Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 84
82
Orval
bílnum mínum. Hann er þræll
minn. Allir öxlar hans, kerti og
strokkar hlýða mér, oftast.
Þegar maður er kominn inn í
bílinn sinn, er maður einn, og það
getur verið dásamlegt að vera einn.
Eftir að hafa verið stöðugt umkringd-
ur af fólki, heima og heiman, er
maður loks út af fyrir sig, einangrað-
ur frá umheiminum. Sá, sem telur
það eftirsóknarvert að hafa einkabíl-
stjóra, er bjáni. Og sá, sem lætur
setja síma í bxlinn sinn, er haldinn
þeirri áráttu að verða að hafa
samband við umheiminn.
Vilji maður vera einn, verður
maður oftast að skýra frá ástæðunni.
En þess þarf ekki ef maður er að aka í
vinnuna. í dásamlegan hálftíma,
tvisvar á dag get ég talað við sjálfan
mig og enginn heldur að ég sé
vitlaus, Ég get sungið og enginn
kvartar. Ég get hlustað á það sem mér
sýnist í útvarpinu og stillt það hátt
eða lágt.
Þið megið ekki misskilja mig. Ég er
ekki með bíladellu. Ég er ekki á kafi í
vélinni eða að bóna bílinn tímunum
saman. Sannur einkabíll má ekki vera
áberandi; hann á að vera þægilegur
félagi, sem er svo tengdur manni, að
maður tekur naumast eftir honum.
Þeir, sem ferðast með almennings-
faratækjum geta brosað, en allir
bíleigendur vita, að eftir að bíllinn er
búinn að fara sömu leiðina nokkur
hundruð sinnum, fer hann að rata.
Þegar bíllin minn var I viðgerð fyrir
nokkm fékk ég mér bílaleigubíl til að
aka í vinnuna. Og það kom á daginn
að meðan ég var að syngja og hugsa á
víxl, villtist bíllinn. Bílaleigubllar
rata ekki heim.
Þegar spurt er, hvers vegna maður
vilji aka einkabíl, til þess að skapa
umferðaröngþveiti og menga loftið,
þá dugar ekki að svara því einu til, að
maður vilji vera einn. Maður verður
að koma með staðreyndir eins og
þessar.
Bílaiðnaðurinn er undirstaða
bandarísks efnahagslífs. Bílaeigend-
ur eyða yfir 100 þúsund milljónum
dollara á ári — um 10% þjóðarfram-
leiðslunnar — til þess að fullnægja
þeirri ástríðu sinni að aka bíl. Einn af
hverjum sex vinnandi mönnum er
beint eða óbeint starfandi I bíla-
iðnaðinum, og þegar bifreiðafram-
leiðslan dregst saman um 10%, verða
200 þúsund manns atvinnulausir.
Einkabílaeigendur greiða mörg
þúsund milljónir dollara I skatta
árlega og þetta fé stuðlar að því að
bæta kjör almennings.
Mengunarvandamálið er að leys-
ast. Skaðlegur útblástur bíla I dag er
85% minni er hann var I bílum af
árgerð 1968.
Bílar em orðnir sparneytnari. Bíll
af árgerð 1985 mun eyða miklu
minna bensíni á sömu vegalegnd en
sambærilegur vagn gerir I dag.
Bílar em öryggari farartæki en
nokkm sinni áður. Minni hraði,
bílbelti og kostnaðarsamur öryggis-
búnaður hafa dregið mjög úr alvar-
legum umferðarslysum, svo að þau