Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 14
stigum. Gróður þeirra var allfjölbreyttur á fyrstu stigum. Þar voru varpafitjungur (Puccinellia coarctata), skammkrækill, varpasveifgras og vegarfi helstu frum- herjar en með tímanum urðu túnvingull og vallarsveifgras ríkjandi og tegundum fækkaði (11. mynd). Í reitunum var þekja 61%, fjöldi tegunda 8,1, kolefni í jarðvegi 7,9% og fjöldi hreiðra 3,5 að meðaltali. Í þriðja hópnum (H3) voru flestir reitanna og voru þeir allir utan máfa- varpsins (12. mynd). Reitirnir voru ýmist á sandorpnu landi, hrauni eða móbergi og var gróður þeirra eftir því. Þeir voru allir lítt grónir. Í sandorpnum reitum var mest um fjöruarfa, melgresi, holurt, hundasúru og melablóm en í hraunreitum voru hins vegar vegarfi, skammkrækill og varpasveifgras (Poa annua) ríkjandi. Í reitum á móbergi var plöntur helst að finna á blettum þar sem gosmöl sat í bollum og var gróður þeirra ekki frábrugðinn gróðrinum í sand- orpnum reitum. Í reitum í þessum hópi kenndi allmargra annarra tegunda hér og þar, sem flestar létu lítið að sér kveða. Í þessum reitum var gróðurþekja 4%, fjöldi tegunda 7,1, kolefni í jarðvegi 0,11 % og fjöldi hreiðra 0,04 að meðaltali. Fjórða hópinn (H4) skipuðu síðan tveir reitir, og voru báðir á norðurtanga eyjarinnar þar sem gróður hefur þétt sig verulega á síðustu árum. Á svæðinu er nokkurt máfavarp og þar kæpir útselur (Halichoerus grypus) að hausti. Af hvoru tveggja eru áburðaráhrif sem bætt hafa kjör gróðurs. Í þessum reitum voru mel- gresi og fjöruarfi ríkjandi en þar fundust einnig fjörukál og hrímblaðka (Atriplex sp.) sem ekki var annars staðar að finna. Þá var blálilja hvergi meiri en í þessum reitum. Á svæðinu hafði því myndast sam- félag strandplantna sem skar sig úr öðrum gróðri í eynni (13. mynd). Í þessum reitum var gróðurþekja 46%, fjöldi tegunda 9,5, kolefni í jarðvegi 0,05% og fjöldi hreiðra 0,5 að meðaltali. Norðurtanginn er það svæði í Surtsey sem er undir mestum áhrifum sjávar. Hann er láglendur og sjór flæðir inn á hann í stórviðrum á vetrum. Ris og hnig tegunda með tíma Lítum nú á nokkra reiti og skoðum hvernig gróður í þeim hefur þróast frá því þeir voru fyrst mældir á árunum 1990 og 1994 til ársins 2020. Reitir 13 og 22 eru á austurhluta eyjarinnar, á sandorpnu hrauni og helluhrauni. Báðir voru þeir utan varpsvæða og áburðaráhrif af fugli því lítil. Í þessum reitum eins og flestum öðrum utan varpsvæða hafði gróður lítið þétt sig frá því þeir voru settir niður (14. mynd). Í hvorugum þeirra hafði heildar- þekja gróðurs náð 10% árið 2020. Í reit 13, á sandorpnu hrauni, voru það fjöruarfi og melgresi sem mest hafði kveðið að. Í reit 22, á hraunklöppum, höfðu skammkræk- ill og varpasveifgras verið mest áberandi frumherjar gegnum árin en túnvingull hafði einnig fest þar rætur og farið vax- andi frá 2016. Í báðum þessum reitum hafði tegundum fjölgað frá því sem var í upphafi en tröppugangur verið í þeirri fjölgun (15. mynd). Reitir 1 og 6 eru í elsta hluta varps- ins á suðurhluta eyjarinnar. Þar var áburðaráhrifa af fugli þegar tekið að gæta þegar þeir voru settir niður 1990 og 1994 og gróður farinn að þétta sig (15. mynd). Í þessum reitum mátti sjá dæmi um hvernig tegundir brugðust við, risu eða hnigu eftir því sem árin liðu. Reitur nr. 1 er sendinn og þar var fjöruarfi með um 30% þekju árið 1990. Hann jók við sig til 1994 en eftir það sáust merki um að honum væri tekið að hnigna. Á þessum árum fjölgaði 7. mynd. Tengsl heildargróðurþekju æðplantna og tegundafjölda þeirra í reitum í Surtsey árið 2020. Þar sem gróður var mestur var hann lagskiptur og gat því samanlögð heildarþekja farið yfir 100%. Ferill er dreginn samkvæmt þriggja liða log-jöfnu, r2=0,45. – Total cover and species richness of vascular plants in permanent plots on Surtsey in 2020. Layering of vegetation occurred in the densest plots and total cover reached over 100%. A log-normal, 3-parameter trendline is shown, r2=0.45. Fj öl di te gu nd a / Sp ec ie s ric hn es s Gróðurþekja / Total cover (%) 0 20 40 60 80 100 120 140 0 2 4 6 8 10 12 14 16 Náttúrufræðingurinn 14 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.