Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 14
stigum. Gróður þeirra var allfjölbreyttur á fyrstu stigum. Þar voru varpafitjungur (Puccinellia coarctata), skammkrækill, varpasveifgras og vegarfi helstu frum- herjar en með tímanum urðu túnvingull og vallarsveifgras ríkjandi og tegundum fækkaði (11. mynd). Í reitunum var þekja 61%, fjöldi tegunda 8,1, kolefni í jarðvegi 7,9% og fjöldi hreiðra 3,5 að meðaltali. Í þriðja hópnum (H3) voru flestir reitanna og voru þeir allir utan máfa- varpsins (12. mynd). Reitirnir voru ýmist á sandorpnu landi, hrauni eða móbergi og var gróður þeirra eftir því. Þeir voru allir lítt grónir. Í sandorpnum reitum var mest um fjöruarfa, melgresi, holurt, hundasúru og melablóm en í hraunreitum voru hins vegar vegarfi, skammkrækill og varpasveifgras (Poa annua) ríkjandi. Í reitum á móbergi var plöntur helst að finna á blettum þar sem gosmöl sat í bollum og var gróður þeirra ekki frábrugðinn gróðrinum í sand- orpnum reitum. Í reitum í þessum hópi kenndi allmargra annarra tegunda hér og þar, sem flestar létu lítið að sér kveða. Í þessum reitum var gróðurþekja 4%, fjöldi tegunda 7,1, kolefni í jarðvegi 0,11 % og fjöldi hreiðra 0,04 að meðaltali. Fjórða hópinn (H4) skipuðu síðan tveir reitir, og voru báðir á norðurtanga eyjarinnar þar sem gróður hefur þétt sig verulega á síðustu árum. Á svæðinu er nokkurt máfavarp og þar kæpir útselur (Halichoerus grypus) að hausti. Af hvoru tveggja eru áburðaráhrif sem bætt hafa kjör gróðurs. Í þessum reitum voru mel- gresi og fjöruarfi ríkjandi en þar fundust einnig fjörukál og hrímblaðka (Atriplex sp.) sem ekki var annars staðar að finna. Þá var blálilja hvergi meiri en í þessum reitum. Á svæðinu hafði því myndast sam- félag strandplantna sem skar sig úr öðrum gróðri í eynni (13. mynd). Í þessum reitum var gróðurþekja 46%, fjöldi tegunda 9,5, kolefni í jarðvegi 0,05% og fjöldi hreiðra 0,5 að meðaltali. Norðurtanginn er það svæði í Surtsey sem er undir mestum áhrifum sjávar. Hann er láglendur og sjór flæðir inn á hann í stórviðrum á vetrum. Ris og hnig tegunda með tíma Lítum nú á nokkra reiti og skoðum hvernig gróður í þeim hefur þróast frá því þeir voru fyrst mældir á árunum 1990 og 1994 til ársins 2020. Reitir 13 og 22 eru á austurhluta eyjarinnar, á sandorpnu hrauni og helluhrauni. Báðir voru þeir utan varpsvæða og áburðaráhrif af fugli því lítil. Í þessum reitum eins og flestum öðrum utan varpsvæða hafði gróður lítið þétt sig frá því þeir voru settir niður (14. mynd). Í hvorugum þeirra hafði heildar- þekja gróðurs náð 10% árið 2020. Í reit 13, á sandorpnu hrauni, voru það fjöruarfi og melgresi sem mest hafði kveðið að. Í reit 22, á hraunklöppum, höfðu skammkræk- ill og varpasveifgras verið mest áberandi frumherjar gegnum árin en túnvingull hafði einnig fest þar rætur og farið vax- andi frá 2016. Í báðum þessum reitum hafði tegundum fjölgað frá því sem var í upphafi en tröppugangur verið í þeirri fjölgun (15. mynd). Reitir 1 og 6 eru í elsta hluta varps- ins á suðurhluta eyjarinnar. Þar var áburðaráhrifa af fugli þegar tekið að gæta þegar þeir voru settir niður 1990 og 1994 og gróður farinn að þétta sig (15. mynd). Í þessum reitum mátti sjá dæmi um hvernig tegundir brugðust við, risu eða hnigu eftir því sem árin liðu. Reitur nr. 1 er sendinn og þar var fjöruarfi með um 30% þekju árið 1990. Hann jók við sig til 1994 en eftir það sáust merki um að honum væri tekið að hnigna. Á þessum árum fjölgaði 7. mynd. Tengsl heildargróðurþekju æðplantna og tegundafjölda þeirra í reitum í Surtsey árið 2020. Þar sem gróður var mestur var hann lagskiptur og gat því samanlögð heildarþekja farið yfir 100%. Ferill er dreginn samkvæmt þriggja liða log-jöfnu, r2=0,45. – Total cover and species richness of vascular plants in permanent plots on Surtsey in 2020. Layering of vegetation occurred in the densest plots and total cover reached over 100%. A log-normal, 3-parameter trendline is shown, r2=0.45. Fj öl di te gu nd a / Sp ec ie s ric hn es s Gróðurþekja / Total cover (%) 0 20 40 60 80 100 120 140 0 2 4 6 8 10 12 14 16 Náttúrufræðingurinn 14 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.