Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 29
4. mynd. Hefðbundið dýptarkort af Geir- þjófsfirði. Valdar dýptarlínur eru merktar með dýptartölum. − A conventional conto- ur map brings out the details of bathy- metry in Geirþjófsfjörður. 5. mynd. Holurnar í Geirþjófsfirði ásamt dýptartölum. Holur nr. 1 og 2 eru grynnstar, 4 og 5 metra djúpar. Hola nr. 3 er umtalsvert stærri, um 17 metra djúp og um 240 metrar í þvermál. Stærst er hola nr. 4, nálega 20 metra djúp og 280 metrar í þvermál. Hún er raunar samsett úr tveimur eða þremur holum. Stærst þeirra er nyrst, en lítil hola syðst. Á milli þeirra er svo hola með bröttum börmum og er hér talin hafa myndast við hrun þar sem efni úr henni hefur flætt til norðurs, niður í stærstu hol- una. Hola 5 er um það bil 5 metra djúp. Vestan hennar vottar fyrir smáholu. Hola 6 er sambærileg við holu 3, 15 metra djúp og um 200 metrar í þvermál. − Zooming in on the area of the holes gives a better defini- tion of their morphology. Holes number 1 and 2 are the shallowest, 4 and 5 metres’ deep. Hole number 3 is considerably larger, about 17 metres in depth and 240 metres wide. The largest is hole 4. This is a compound structure of two or three ho- les. The central portion is a hole with steep sides, suggesting a collapse and a slide of material to the north. Hole 5 is approxima- tely 5 metres’ deep. Hole 6 is comparable to number 3, 15 metres’ deep and about 200 metres wide. Mörgum finnst auðveldara að átta sig á sjávardýpi með dýptarlínum, og er slíkt kort sýnt á 4. mynd. Holurnar Á 5. mynd hefur holusvæðið verið stækkað til að draga fram einkenni holnanna. Á myndina eru settar dýptar- tölur til glöggvunar. Einnig eru holunum gefin númer. Eins og myndirnar hér að framan bera með sér eru holurnar í botninum misstórar. Breiddin er frá nokkrum metrum upp í 280 metra, og dýpið 1−20 metrar. Myndirnar geta gefið til kynna að hliðar holnanna séu brattar og háar. Raunin er sú að hola 3 til dæmis dýpkar um 14 metra (frá 80 m í 94 m) á 62−127 metra kafla, eftir því hvar mælt er. Halli hliðanna frá láréttu er þannig 6,3 til 12,7 gráður. Sambærilegar tölur fyrir holu 3 eru 7,1 til 12,3 gráður. Þegar kort sem gert er með gögnum Hafrannsóknastofnunar (2. mynd) er borið saman við kort Köfunarþjón- ustunnar (3. mynd) vekur athygli að mismun er að finna á lögun holu 4. Þessi mismunur er dreginn fram á 6. mynd. Við samanburðinn virðist ljóst að hrun, sem rætt er í skýringum við 5. mynd, hefur orðið eftir mælingu Hafrann- sóknastofnunar. Nánar er vikið að þessari breytingu í umræðukaflanum í lok greinarinnar. Setþykktarmælingarnar Setþykktarmælingar eru sambærilegar við bergmálsdýptarmælingar, en þar er notuð lægri tíðni og hljóðmerki hefur meiri orku. Útskrift mælitækjanna er sambærileg við dýptarsnið úr dýptar- mæli, en sýnir einnig endurvarp af jarð- lögum neðan botns. Setþykktarmæl- ingar voru gerðar á athugunarsvæðinu í Geirþjófsfirði, og verða nokkur mæli- snið sýnd hér á eftir. Lega þeirra er sýnd á 7. mynd. Sniðin Myndir 8 til 11 sýna dæmi um endur- varpssnið af svæðinu. Lega sniðanna er sýnd á 11. mynd. Þau sýna endurvarp 29

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.