Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 29
4. mynd. Hefðbundið dýptarkort af Geir- þjófsfirði. Valdar dýptarlínur eru merktar með dýptartölum. − A conventional conto- ur map brings out the details of bathy- metry in Geirþjófsfjörður. 5. mynd. Holurnar í Geirþjófsfirði ásamt dýptartölum. Holur nr. 1 og 2 eru grynnstar, 4 og 5 metra djúpar. Hola nr. 3 er umtalsvert stærri, um 17 metra djúp og um 240 metrar í þvermál. Stærst er hola nr. 4, nálega 20 metra djúp og 280 metrar í þvermál. Hún er raunar samsett úr tveimur eða þremur holum. Stærst þeirra er nyrst, en lítil hola syðst. Á milli þeirra er svo hola með bröttum börmum og er hér talin hafa myndast við hrun þar sem efni úr henni hefur flætt til norðurs, niður í stærstu hol- una. Hola 5 er um það bil 5 metra djúp. Vestan hennar vottar fyrir smáholu. Hola 6 er sambærileg við holu 3, 15 metra djúp og um 200 metrar í þvermál. − Zooming in on the area of the holes gives a better defini- tion of their morphology. Holes number 1 and 2 are the shallowest, 4 and 5 metres’ deep. Hole number 3 is considerably larger, about 17 metres in depth and 240 metres wide. The largest is hole 4. This is a compound structure of two or three ho- les. The central portion is a hole with steep sides, suggesting a collapse and a slide of material to the north. Hole 5 is approxima- tely 5 metres’ deep. Hole 6 is comparable to number 3, 15 metres’ deep and about 200 metres wide. Mörgum finnst auðveldara að átta sig á sjávardýpi með dýptarlínum, og er slíkt kort sýnt á 4. mynd. Holurnar Á 5. mynd hefur holusvæðið verið stækkað til að draga fram einkenni holnanna. Á myndina eru settar dýptar- tölur til glöggvunar. Einnig eru holunum gefin númer. Eins og myndirnar hér að framan bera með sér eru holurnar í botninum misstórar. Breiddin er frá nokkrum metrum upp í 280 metra, og dýpið 1−20 metrar. Myndirnar geta gefið til kynna að hliðar holnanna séu brattar og háar. Raunin er sú að hola 3 til dæmis dýpkar um 14 metra (frá 80 m í 94 m) á 62−127 metra kafla, eftir því hvar mælt er. Halli hliðanna frá láréttu er þannig 6,3 til 12,7 gráður. Sambærilegar tölur fyrir holu 3 eru 7,1 til 12,3 gráður. Þegar kort sem gert er með gögnum Hafrannsóknastofnunar (2. mynd) er borið saman við kort Köfunarþjón- ustunnar (3. mynd) vekur athygli að mismun er að finna á lögun holu 4. Þessi mismunur er dreginn fram á 6. mynd. Við samanburðinn virðist ljóst að hrun, sem rætt er í skýringum við 5. mynd, hefur orðið eftir mælingu Hafrann- sóknastofnunar. Nánar er vikið að þessari breytingu í umræðukaflanum í lok greinarinnar. Setþykktarmælingarnar Setþykktarmælingar eru sambærilegar við bergmálsdýptarmælingar, en þar er notuð lægri tíðni og hljóðmerki hefur meiri orku. Útskrift mælitækjanna er sambærileg við dýptarsnið úr dýptar- mæli, en sýnir einnig endurvarp af jarð- lögum neðan botns. Setþykktarmæl- ingar voru gerðar á athugunarsvæðinu í Geirþjófsfirði, og verða nokkur mæli- snið sýnd hér á eftir. Lega þeirra er sýnd á 7. mynd. Sniðin Myndir 8 til 11 sýna dæmi um endur- varpssnið af svæðinu. Lega sniðanna er sýnd á 11. mynd. Þau sýna endurvarp 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.