Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 51
rjúpur, vaðfuglar og heiðargæsir, en einnig hræ hreindýra þar sem þau er að finna.12,16,19,13,14 Áhugavert er að skoða muninn á fæðuleifum við greni í Ófeigs- firði og þeim sem greindust í saur full- orðinna dýra á grenjatíma.12 Sá munur endurspeglast í niðurstöðum greininga á stöðugum samsætum, sem bendir til þess að munur sé á fæðu eftir aldri. Það leiðir líkur að því að refir séu sérhæfðari í fæðuvali fyrir afkvæmi sín en til eigin neyslu.17,20,21 Hæfileikar tófunnar til að nýta sér þá fæðu sem helst er í boði hverju sinni gera það að verkum að breytingar í fæðuvali melrakka geta verið vís- bending um breytingar á ástandi bráðar- tegunda yfir lengri eða skemmri tímabil. Fall og ris refastofnsins, sem sagt var frá í fyrsta hluta þessa greinaflokks (6. mynd), hefur verið skýrt að einhverju leyti með breytingum á fæðuskilyrðum, sem gætu hafa verið misjöfn austan og vestan til á landinu.15 Svo virðist einmitt sem sviptingar í fæðuvali refa hafi orðið þó nokkrar undanfarna tvo áratugi, að minnsta kosti á sumum landsvæðum. Nýlegar rannsóknir á stöðugum sam- sætum úr kjálkabeinum refa frá árunum 1979−2015 sýna, eins og fyrri rann- sóknir, landfræðilegan mun á fæðu, en jafnframt ólíkar breytingar milli lands- hluta. Mestu breytingarnar komu fram á svipuðum tíma og refastofninn féll árin 2008−2012.20,21 Áður hefur verið sýnt fram á sambærilegar breytingar í samsetningu fæðu hjá karlkyns minkum (Mustela vision) á vestanverðu landinu, um svipað leyti og stofnvísitala tegundarinnar féll verulega.22 Fækkun í minkastofninum árið 2004 er sambæri- leg við fall tófustofnsins árið 2008,9 þótt fækkun tófu hafi átt sér stað nokkrum árum síðar en hjá minknum, en tengja má bæði tilfellin við breytingar hjá tegundum bráðarstofna. Greining á stöðugum samsætum í beinum refa sem veiddust eftir að refastofninn hneig (2008−2012) bendir til þess að sviptingar hafi orðið í fæðuvali refa, sérstaklega á austanverðu landinu þar sem dýrin neyttu fæðu af landrænum uppruna.21 Í friðlandi Hornstranda, þar sem fylgst hefur verið með refum rúma tvo áratugi, lækkaði hlutfall grenja í ábúð og með yrðlingum eftir 2014, bæði í Hælavík og í Hornvík.9,23 Ekki er ljóst hver orsökin er en meðal skýringa sem hafa verið nefndar er hrun í stofnum bjargfugla,24 sem eru helsta fæða refa á norðaustursvæði friðlandsins. Í at- hugunum á fæðuleifum í refasaur frá Hornströndum sést jafnframt að mikill munur var á samsetningu fæðugerða sumrin 1999 og 2020. Munar þar mestu um fugl, sem var talsvert umfangs- meiri í fæðu refa sumarið 1999 en 20 árum síðar.25,26 Jafnframt ber að nefna að leifar svartfugls og fýls, sem áður voru ríkjandi í fæðuleifum á grenjum hafa að mestu vikið fyrir rituleifum. Ritan (Rissa tridactyla) var ekki meira en 12% fæðunnar áður25 en virðist nú vera aðalfæðan, meira en 50% (Ester R. Unnsteinsdóttir, óbirt gögn). Líklegast er því að í breytingum á fæðuframboði og þar með fæðuvali refanna á Horn- ströndum sé að leita skýringa á því að refum gengur verr en áður að koma upp yrðlingum á þessu svæði. Þess ber að geta að ritan er helmingi léttari en fýll og svartfugl,27 sem skiptir líklega miklu máli þegar litið er til heildarmagns fæðu sem yrðlingar fá í uppvextinum. Af framansögðu er ljóst að þótt ís- lenski melrakkinn búi við nokkuð stöð- ugt fæðuframboð, svo sem í samanburði við frændur hans á læmingjasvæðum norðurslóða, er helst að skýra fall og ris íslenska refastofnsins með breytingum á fæðuskilyrðum sem hafa áhrif á bráðar- stofna og tengja má við veðurfars- breytingar og viðburði í sjónum undan- farna áratugi. En með hvaða hætti getur breytileiki í fæðuframboði haft áhrif á viðkomu refa? Mórauður refur að vetrarlagi með nýdauða langvíu (Uria aalge) í kjaftinum. – An Arctic fox of the blue morph during winter with a newly killed guillemot (Uria aalge). Ljósmynd / Photo: David Gibbon. 51

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.