Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 51
rjúpur, vaðfuglar og heiðargæsir, en einnig hræ hreindýra þar sem þau er að finna.12,16,19,13,14 Áhugavert er að skoða muninn á fæðuleifum við greni í Ófeigs- firði og þeim sem greindust í saur full- orðinna dýra á grenjatíma.12 Sá munur endurspeglast í niðurstöðum greininga á stöðugum samsætum, sem bendir til þess að munur sé á fæðu eftir aldri. Það leiðir líkur að því að refir séu sérhæfðari í fæðuvali fyrir afkvæmi sín en til eigin neyslu.17,20,21 Hæfileikar tófunnar til að nýta sér þá fæðu sem helst er í boði hverju sinni gera það að verkum að breytingar í fæðuvali melrakka geta verið vís- bending um breytingar á ástandi bráðar- tegunda yfir lengri eða skemmri tímabil. Fall og ris refastofnsins, sem sagt var frá í fyrsta hluta þessa greinaflokks (6. mynd), hefur verið skýrt að einhverju leyti með breytingum á fæðuskilyrðum, sem gætu hafa verið misjöfn austan og vestan til á landinu.15 Svo virðist einmitt sem sviptingar í fæðuvali refa hafi orðið þó nokkrar undanfarna tvo áratugi, að minnsta kosti á sumum landsvæðum. Nýlegar rannsóknir á stöðugum sam- sætum úr kjálkabeinum refa frá árunum 1979−2015 sýna, eins og fyrri rann- sóknir, landfræðilegan mun á fæðu, en jafnframt ólíkar breytingar milli lands- hluta. Mestu breytingarnar komu fram á svipuðum tíma og refastofninn féll árin 2008−2012.20,21 Áður hefur verið sýnt fram á sambærilegar breytingar í samsetningu fæðu hjá karlkyns minkum (Mustela vision) á vestanverðu landinu, um svipað leyti og stofnvísitala tegundarinnar féll verulega.22 Fækkun í minkastofninum árið 2004 er sambæri- leg við fall tófustofnsins árið 2008,9 þótt fækkun tófu hafi átt sér stað nokkrum árum síðar en hjá minknum, en tengja má bæði tilfellin við breytingar hjá tegundum bráðarstofna. Greining á stöðugum samsætum í beinum refa sem veiddust eftir að refastofninn hneig (2008−2012) bendir til þess að sviptingar hafi orðið í fæðuvali refa, sérstaklega á austanverðu landinu þar sem dýrin neyttu fæðu af landrænum uppruna.21 Í friðlandi Hornstranda, þar sem fylgst hefur verið með refum rúma tvo áratugi, lækkaði hlutfall grenja í ábúð og með yrðlingum eftir 2014, bæði í Hælavík og í Hornvík.9,23 Ekki er ljóst hver orsökin er en meðal skýringa sem hafa verið nefndar er hrun í stofnum bjargfugla,24 sem eru helsta fæða refa á norðaustursvæði friðlandsins. Í at- hugunum á fæðuleifum í refasaur frá Hornströndum sést jafnframt að mikill munur var á samsetningu fæðugerða sumrin 1999 og 2020. Munar þar mestu um fugl, sem var talsvert umfangs- meiri í fæðu refa sumarið 1999 en 20 árum síðar.25,26 Jafnframt ber að nefna að leifar svartfugls og fýls, sem áður voru ríkjandi í fæðuleifum á grenjum hafa að mestu vikið fyrir rituleifum. Ritan (Rissa tridactyla) var ekki meira en 12% fæðunnar áður25 en virðist nú vera aðalfæðan, meira en 50% (Ester R. Unnsteinsdóttir, óbirt gögn). Líklegast er því að í breytingum á fæðuframboði og þar með fæðuvali refanna á Horn- ströndum sé að leita skýringa á því að refum gengur verr en áður að koma upp yrðlingum á þessu svæði. Þess ber að geta að ritan er helmingi léttari en fýll og svartfugl,27 sem skiptir líklega miklu máli þegar litið er til heildarmagns fæðu sem yrðlingar fá í uppvextinum. Af framansögðu er ljóst að þótt ís- lenski melrakkinn búi við nokkuð stöð- ugt fæðuframboð, svo sem í samanburði við frændur hans á læmingjasvæðum norðurslóða, er helst að skýra fall og ris íslenska refastofnsins með breytingum á fæðuskilyrðum sem hafa áhrif á bráðar- stofna og tengja má við veðurfars- breytingar og viðburði í sjónum undan- farna áratugi. En með hvaða hætti getur breytileiki í fæðuframboði haft áhrif á viðkomu refa? Mórauður refur að vetrarlagi með nýdauða langvíu (Uria aalge) í kjaftinum. – An Arctic fox of the blue morph during winter with a newly killed guillemot (Uria aalge). Ljósmynd / Photo: David Gibbon. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.