Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 28
Atli Bollason
eða heilans. Aðalpersónan og heilaskurðlæknirinn Henry Perowne
er á flandri um borgina stóran hluta bókarinnar og upplifun hans á
Lundúnum; sú tilfinning sem fylgir því að aka um borgina og horfa
á mannlífið, það eitt að velta því fyrir sér hvert allt fólkið sé að
fara og hvaðan það sé að koma skipar ákveðinn sess í frásögninni.
Sökum starfsgreinar Perowne á hann afskaplega auðvelt með að
finna sameiginleg einkenni með líkamanum og borginni. Hann dáist
að borginni og það er augþóst allt frá fyrstu síðum bókarinnar:
1
[Henry íinnstj borgin vel heppnuð, snilldarleg
uppfinning, líffræðilegt meistaraverk - milljónir
manna á kreiki kringum uppsöfnuð lög af afrekum
aldanna, eins og kringum kóralrif, sofandi, vinnandi,
að skemmta sér, að mestu í sátt og samlyndi, og
næstum allir áfram um að það gangi.5
Tökum eftir myndmálinu; líffræðilegt meistaraverk annars vegar, og
samanburðurinn við kóralrifið hins vegar. Henry sér lífræna eigin-
leilca borgarinnar ljóslifandi. Næstum því allir íbúar hennar vilja
að hún gangi fölskvalaust fyrir sig, þeir eru tannhjól í gangverki
borgarinnar, frumur í líkama hennar, hún er framlenging á líkömum
íbúanna. Myndmál af þessum lífræna meiði kemur ekki eingöngu
fyrir í fræðilegu eða bókmenntalegu máli, við tölum t.a.m. um
„umferðaræðar“ í daglegu máli og borgarfræðingurinn og arki-
tektinn Le Corbusier talaði um opin svæði í borgum sem „lungu“
hennar, auk þess að nota hugtakið „main arteries“ yfir hraðbrautir.6
Það er einnig skemmtileg tilviljun að hreyfibrautir aftan á framheila-
num nefnast á ensku „motor strip“ og Henry lýsir aðgerð á því svæði
á elleftu síðu Laugardags.
Hér áðan talaði ég um borgina sem framlengingu á líkama
oklcar. Það er grundvallaratriði í kenningum McLuhans að
allar tækninýjungar eða verkfæri, í víðasta skilningi þessara orða,
eru framlengingar á líkama mannsins. Bensíngjöf bílsins (og lijól
5 Ian McEwan. 2006. Laugardagur. Þvð. Árni Óskarsson. Bjartur, Reykjavík. Bls. 9.
Hér eftir yerður vitnað til blaðsíðutals bókarinnar innan sviga á eftir hvérri tilvitnun.
I upprunalegri gerð þessarar greinar var stuðst við fruintextann: lan McEwan. 2006.
Saturday. Viritage, London.
6 Le Corbusier. 2002. „FroniThe CityofTomorrovvandits Planning". [Þýð. vantar]. The
Blackwell City Reader. Ritstj. Gaiy Bridge og Sophie Watson. Blackwell, London. BIs. 21
I og 23.