Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 48

Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 48
Hallur Þór Halldórsson fjarlægjast stað og stund skyndilega þegar hann spyr að þessu. „Ég er hreinlega ekki viss,“ svara ég. „Við Andrea bara rákumst á þær á útimarkaðinum og okkur fannst þetta tilvalin gjöf. Eitt- hvað svona næstum því eins, eitthvað til að muna eftir þessari ferð og svona. Við sem hópur og svona. Vináttugjöf einhver.“ Ég klóra mér í eyrnasneplinum og gretti mig þegar ég segi þetta. Finnst þetta allt í einu hafa verið tilefnislaust. Feluleikur eigin synda. „Þetta eru einkennilegar grímur,“ segir hann og nýr sárið á gagnauganu. „Linar og aumingjalegar þó þær virki frekar traustar.“ „Fékkstu grímuna í hausinn eða eitthvað?“ spyr ég örlítið undrandi. Skil ekki alveg hvernig það gæti hafa gerst. „Já, hún hrundi af veggnum þegar ég var að hengja mynd fyrir neðan hana.“ Ég veit að hann er að þúga þessu og fæ örlitla gæsahúð niður eftir bakinu. ,fíL, æ,“ svara ég svo til að segja eitthvað. Það hefur myndast eitt- hvert tómarúm inni í stofunni, þrátt fyrir tónlistina sem dunar úr horninu. Hálfgerð þögn sem húkir eins og mara yfir djassinum. Við tökum síðustu sopana úr glösunum okkar næstum því sam- tímis. Sitjum síðan þegjandi og horfum hvor ffamhjá hinum í smá- stund. „Jæja,“ segir hann skyndilega og rís á fætur. „Best að halda áfram. Þarf að segja fleirum fréttirnar.“ Hann hnykkir hökunni glottandi í átt til mín, nikkar mig. Ég brosi til baka. „Var ég fyrstur?“ „Já,“ svarar hann. „Eða því sem næst. Hún hringdi fyrst í mömmu sína.“ Ég geng með honum í átt að forstofunni. Hann tekur úlpuna sína af snaganum og klæðir sig í hana. Svo treður hann þessari pínu- litlu húfu á hausinn á sér, fer 1 skóna og opnar út. Við fylgjumst aðeins með rauða Saabinum hennar Ölmu sem í sömu andrá beygir inn í átt að húsinu og hölctir inn í bílastæðið. Bílljósin falla á húsvegginn og ýta undir veru okkar Leifs þarna í anddyrinu: við höfum skyndilega verið settir í sviðsljósið. „Hvernig er samt tilfinningin?“ spyr ég hann, „Þú veist, að verða pabbi?“ Ég kreppi hnefann og ýti létt á öxlina á honum um leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Torfhildur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Torfhildur
https://timarit.is/publication/1919

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.