Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 48
Hallur Þór Halldórsson
fjarlægjast stað og stund skyndilega þegar hann spyr að þessu.
„Ég er hreinlega ekki viss,“ svara ég. „Við Andrea bara rákumst
á þær á útimarkaðinum og okkur fannst þetta tilvalin gjöf. Eitt-
hvað svona næstum því eins, eitthvað til að muna eftir þessari ferð
og svona. Við sem hópur og svona. Vináttugjöf einhver.“ Ég klóra
mér í eyrnasneplinum og gretti mig þegar ég segi þetta. Finnst þetta
allt í einu hafa verið tilefnislaust. Feluleikur eigin synda.
„Þetta eru einkennilegar grímur,“ segir hann og nýr sárið á
gagnauganu. „Linar og aumingjalegar þó þær virki frekar traustar.“
„Fékkstu grímuna í hausinn eða eitthvað?“ spyr ég örlítið
undrandi. Skil ekki alveg hvernig það gæti hafa gerst.
„Já, hún hrundi af veggnum þegar ég var að hengja mynd fyrir
neðan hana.“ Ég veit að hann er að þúga þessu og fæ örlitla gæsahúð
niður eftir bakinu.
,fíL, æ,“ svara ég svo til að segja eitthvað. Það hefur myndast eitt-
hvert tómarúm inni í stofunni, þrátt fyrir tónlistina sem dunar úr
horninu. Hálfgerð þögn sem húkir eins og mara yfir djassinum.
Við tökum síðustu sopana úr glösunum okkar næstum því sam-
tímis. Sitjum síðan þegjandi og horfum hvor ffamhjá hinum í smá-
stund.
„Jæja,“ segir hann skyndilega og rís á fætur. „Best að halda
áfram. Þarf að segja fleirum fréttirnar.“ Hann hnykkir hökunni
glottandi í átt til mín, nikkar mig. Ég brosi til baka.
„Var ég fyrstur?“
„Já,“ svarar hann. „Eða því sem næst. Hún hringdi fyrst í
mömmu sína.“
Ég geng með honum í átt að forstofunni. Hann tekur úlpuna
sína af snaganum og klæðir sig í hana. Svo treður hann þessari pínu-
litlu húfu á hausinn á sér, fer 1 skóna og opnar út.
Við fylgjumst aðeins með rauða Saabinum hennar Ölmu sem
í sömu andrá beygir inn í átt að húsinu og hölctir inn í bílastæðið.
Bílljósin falla á húsvegginn og ýta undir veru okkar Leifs þarna í
anddyrinu: við höfum skyndilega verið settir í sviðsljósið.
„Hvernig er samt tilfinningin?“ spyr ég hann, „Þú veist, að
verða pabbi?“ Ég kreppi hnefann og ýti létt á öxlina á honum um leið