Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 30
Atli Bollason
Borgarlíkami
Annað þema í Laugai'degi er þróunarkenning Darwins. Henry
er að lesa ævisögu Darwins á þeim tíma sem bókin á sér stað og
j veltir þróunarkenningunni íyrir sér með reglulegu millibili þennan
örlagaríka laugardag. Trú hans á þróunarkenninguna er óbilandi og
hann eyðir miklu púðri í að dásama manninn og hugvitssemi hans,
eins og hann dásamar hugvitssemi borgarinnar, en hana kallar hann
t.d. „stórkostlegt afrek.“ (72) í öllum vörunum og tækninni sem hann
notar finnst Perowne sem hann finni íyrir því hversu langt maðurinn
er kominn á þróunarbrautinni. Meira að segja teketillinn virðist á
hápunkti þróunar sinnar:
Hvaða einföldu endurbætur hafa gert það að verkum
að þessi fábrotni ketill hefúr náð siíkri fágun - krulcku-
lögunin nýtninnar vegna, plastið til ötyggis, víður
stútur svo auðvelt sé að fylla hann og klunnalegur lítill
stallur til að taka við orkunni." (65)
Trú Henry á framþróunina og manninn er sett fram með kald-
hæðnum hætti, því bókin bendir síður en svo til þess að framrás
mannsins sé af hinu góða, eða að það sé raunverulega einhver fram-
j rás að eiga sér stað. Ef maðurinn er kominn á svo hátt þróunarstig að
) hann getur búið til bíla sem eru jafn sléttir og felldir og klæði Krists,
rakvélar með þreföldu blaði og sérmótuðu handfangi, og ijarlægt
j æxli innan úr miðjum heilanum án þess að skaða vefina í kring; hvers
vegna á hann þá enn í vandræðum með eiturlyfjafikn, hvers vegna
þrífst þá fátækt í borginni, og hvers vegna þarf hann þá að heyja
stríð við bræður sína í Mið-Austurlöndum? Þessar spurningar grafa
undan trúnni á manninn og frammi fyrir þeim virðist snilld silfur-
litaðs Mercedes Benz S500 smávægilegri en ella. Er kannski mögulegt
að maðurinn komist ekki lengra í þróun sinni, að hápunktinum sé
náð? Hvað tekur þá við?
Darwin setti þróuninni aldrei neina stefnu eða markmið. Það
gerðu hins vegar ýmsir aðrir, þeirra á meðal fyrrnefndur félagsfræð-
ingur, Herbert Spencer. Hann leit á „þróun semframsókn, allsheijar-
leitni alls í heimi til flóknara og markvissara ástands.“ Það sem