Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 102
Kress
hafi eltki verið til, og er Hallgerður eina dóttir föður síns í þriggja
bræðra hópi. í Njálu er því fókuserað á hana sem eina með tóma
karla í kringum sig og þar með skerpist karlveldið sem að henni
þrengir. Hún hefur því ekkert kvenlegt bakland að styðja sig við nema
ef vera skyldi móðurbróðirinn Svanur á Svanshóli sem er gæddur
þeim kvenlega eiginleika að vera íjölkunnugur, auk þess sem hann
býr nyrst á Ströndum, alveg út við mörk samfélagsins. Annar karl
sem tengist Hallgerði er Þjóstólfur fóstri hennar frá Suðureyjum og er
j hann ekki síður samfélagslega jaðraður en móðurbróðirinn Svanur,
en báðir eru þeir upp á kant við reglur samfélagsins og sagðir illir
| viðureignar.
Fóstrar kvenna í íslendingasögum eru annars eðlis en fóstrar
karla. Fóstrar karla eru velmegandi og kvæntir bændur sem taka
unga menn til sín til að kenna þeim. Fóstrar kvenna eru ýmist
þrælar eða lausingjar á heimili ungu konunnar sem þeir föstra allt frá
barnsaldri, og er samband þeirra mjög kynferðislegt.8 Þannig gengur
Þjóstólfur gjarnan um með reidda öxi, sem er fallískt tákn, bæði til
að sýna karlmennsku sína og til að verja Hallgerði með. Hann er
alltaf með henni og má jafnvel líta á hann sem hina karlmann-
| legu hlið hennar þar til hún ræður ekki lengur við hann, hann vex
henni yfir höfuð og hún sendir hann í opinn dauðann. Þegar það gerist
hefur hann með öxi sinni drepið fyrsta eiginmann hennar Þorvald
fyrir að slá hana í andlitið svo að úr blæddi og síðan næsta eigin-
mann Glúm sem gerði það sama. Þessum drápum er ekki aðeins
lýst sem hefnd fyrir ofbeldið gagnvart konunni sem Þjóstólfi ber að
verja heldur einnig sem afbrýðisemi hans, en drápunum fylgir einkar
kynferðislegt tal hans með aðdróttunum um karlmennskuleysi.
Þannig blammerar hann Glúm með þeim orðum að hann hafi „til
einskis afla nema brölta á maga Hallgerði“ (17:49 ), en kvennafar
þykir ekki karlmannlegt athæfi í íslendingasögum.9
8 Um mismunandi merkingu orðanna fóstri og fóstra í íslendingasögmn, sjá grein mína
„Fyrir dyrum fóstru: Textafræðingar og korian í textanum út frá vísu Helgu Bárðardóttur
i Bárðar söqu SnæfdlsássFyrir dyrum fóstru. Sjá einkum bis. 89-97. Gremin birtist
upphaflega í Tímariti Háskálans, 1. tbi. 1989.
9 í þessu sambandi má minna á karlhetjuna Þorgeir Hávarsson í Fástbræðra sögu
sem sagður var „iítill kvennamaður" og þótti „það vera svívirðing sins krafts, að hokra að
konum“. Sjá Vestfirðinga sögur. ísienzk fornrit VI. Björn K. Þórólfsson og Guðni
Jónsson gáí'u út. Reykjavík: Uið ísienzka fornritafélag, 1943. Bis. 128.
IOO