Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 107
„Fá mér leppa tvo“
Kamival og kynferði
Þessi stutta en merkingarhlaðna sena af geisandi konum sem
karlarnir ráða ekkert við er dæmigerð fyrir karnival sögunnar. Njála
er nefnilega ekki hetjuleg „harmsaga“ eins og ríkjandi bókmennta-
saga vill hafa það,12 heldur sver hún sig í karnivalska hefð mið-
alda og ber öll einkenni þess karnivals sem Mikhail Bakhtin lýsir í
klassísku riti sínu, Rabelais and Iiis World. Samkvæmt honum
kemur karnivalið einkum fram í þrennu: í fyrsta lagi í sviðsetn-
ingum (karnivalið er sjónarspil), í öðru lagi í skopstælingum, t.a.m.
kirkjulegra rita eða annarra viðurlcenndra texta, og í þriðja lagi í
munnsöfnuði (bölvunum, uppnefnum, heitstrengingum og klámi).13 J
í karnivali er opinberri menningu snúið á haus, hátt verður lágt, og
það sem er andlegt, háleitt eða hetjulegt verður líkamlegt. Mikið
áhersla er lögð á líkamsmyndmál, einkum neðri hluta líkamans,
líkamsparta og líkamsstarfsemi, en einnig það sem út úr líkamanum
skagar, inn í hann fer og út úr honum gengur. Mikið er um alls kyns
líkamsmeiðingar, limlestingar og afmyndanir, ýkjur og afbrigði- I
leilca, dulargervi, hamskipti, búninga og skart. í lcarnivalinu eru
mikil læti, slagsmál, skammaiyrði, heitstrengingar og sennur.
Vinsælar sviðsetningar eru borðhaldið, bardaginn og markaðstorgið,
og hvað varðar íslendingasögur má hér bæta við alþingi.
Eins og margir fræðikarlar er Bakhtin haldinn þeirri kynblindu
að honum dettur ekki í hug að tengja karnivalið kynferði, og því sér
hann hvorki kvenlega uppsprettu þess né þá afbyggingu karlasam-
félagsins sem í karnivalinu felst. Hann tekur heldur ekki eftir hve
gífurlega kynósa karnivalið er með öllum sínum fallísku táknum og
brigslum um ergi bæði karla og kvenna. í karnivali taka konurnar
gjarnan völdin og það gera þær oftast að feðraveldinu ijarverandi,
þegar karlarnir þurfa að bregða sér frá. í Njálu felst þarvera karla
ýmist í því að þeir sofa eða eru á þingi. A meðan fara konurnar á
kreilc og gera usla í samfélaginu. Þetta má sjá í húskarlavígum þeirra
Hallgerðar og Bergþóru þar sem þær láta húskarla sína drepast
á með stighækkandi vægi meðan þeir Gunnar og Njáll eru á þingi
að setja samfélaginu lög. Þannig standa konur fyrir óreiðunni í
12 Þannig fjallar ta.m. Vésteinn Ólason urri Njáhi í kaflanum „Harmsögur" í íslenskrí
bókmenntasögu II. Revkjavík: Mál og menntng, 1993. Bls. 124 o.áfr.
13 Mikhail Bakhtin, Rabelais and His World. Helene Iswolslcy þýddi. Cambridge, Mass.:
Tlie M.I.T. Press, 1968. Sjá bls. 4 o.áfr. I
I.O5