Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 114
flelgi Sigurbjörnsson
„Getum við ekki bara sett smá vatn í staðinn til að hafa deigið
nógu blautt?“ spurði ég. „Eggið er varla svo mikilvægt hráefni.“
„Þetta má ekki misheppnast, ertu viss um að það dugi?“
„Það hlýtur að heppnast, þetta eru engin vísindi.“
Deigið varð ansi þungt þegar búið var að hræra um það bil einu
I vatnsglasi í það. Við hjálpuðumst að við að flytja deigið yfir í bökunar-
form eins og greint var frá í bókinni. Borðið var allt útatað í
slettum, og hendur Vladimirs höfuð fengið á sig deighúð við hrær-
inguna. Hann brosti spenntur, „Þetta er frábært, ég hef aldrei áður
gert köku, en sjáðu bara hvað það gengur vel hjá okkur. Hvað er
I næst?“
Ég leit í bókina. „Áttu rabarbarasultu?“
„Nei, mamma notaði alltaf döðlur í hjónabandssæluna sína.“
Vladimir dró fram hníf og skurðarbretti úr hrúgunni sem hafði
myndast á borðinu og fann þar einnig tvo pakka af döðlum. Hann
skar döðlurnar íyrst í tvennt og ijarlægði steininn. Þá tók hann til
við að saxa þær smátt. Hann safnaði döðlunum fyrir á brettinu, hélt
þeim stöðugum með vinstri hendinni, en lét hnífinn bíta á þeim með
þeirri hægri. Mér þótti óþægilegt að sjá hversu nálægt hnífurinn var
fingurgómunum.
„Sjáðu, svona saxa atvinnumennirnir, án þess að horfa, vita bara
| hvar döðlurnar eru og puttarnir eru ekki.“ Vladimir horfði stríðnis-
lega á mig, „ekkert mál!“ sagði hann lágt, en rak síðan upp hátt gól.
Hann kastaði frá sér hnífnum og greip um löngutöng vinstri handar.
Vladimir hafði skorið sig, á skurðarbrettinu, einhversstaðar á meðal
daðlanna lá nú lítill frampartur af löngutöng hans. Vladimir fór að
vaskinum til að hreinsa sárið.
„Viltu ekki fara á spítalann og láta sauma þetta saman?“ spurði
| ég.
„Nei, ég verð að vera heima þegar Gudda kemur, þetta má
bíða.“ sagði hann á meðan hann skolaði sárið og setti þrýsting á það
til að minnka blóðstreymið. Ég fór inn á baðherbergi og leitaði að
sárabindi. Ég fann það innst í hillunni hennar Guddu, fyrir aftan
konudótið hennar, dömubindin, varalitina og óléttuprófin.
Vladimir var illa haldinn inni í eldhúsi, hann hafði vafið fingr-
I inum inn í tusku og var að leita að afganginum af puttanum á skurðar-