Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 100
ííelga Kress
sögunni aftur til Hallgerðar: „Nú er þar til máls að taka, að Hall-
gerður vex upp, dóttir Höskulds.“ (9:29) Er engu líkara en sagan
| haíi verið að bíða eftir því að Hallgerður yxi upp og yrði mannbær,
þ.e. að konu sem vert væri að segja frá. í þessari lýsingu er hún
orðin „kvenna ffíðust sýnum“ (9:29). Aftur er tekið fram að hún sé
„mikil vexti“ (9:29) og er það gefið upp sem skýring á viðurnefni
hennar: „og var hún því langbrók kölluð“ (9:29). En það er ekki bara
Hallgerður sem hefur vaxið heldur líka hárið, hún er sögð „fagurhár
og svo mikið hárið, að hún mátti hylja sig með“ (9:29). Hárið sem
áður náði niður í mitti nær nú niður á gólf og um Hallgerði alla.3 í
beinu framhaldi kemur íyrsti eiginmaðurinn Þorvaldur heim á bæ
| Hallgerðar og biður hennar.
Sterlcasta einkenni Hallgerðar og það sem blasir við augum
allra þeirra sem hana líta er hárið. En hár er margbrotið tákn sem
felur í sér ýmsar merkingar og er ævinlega tengt kynferði. Sítt og
slegið hár er merki um ósnortinn kvenleika og það bera aðeins
ógiftar konur. Giftar konur hemja hárið með því að flétta það eða
binda það upp. Hallgerður er hins vegar alltaf með hárið slegið og
) hlýðir ekki reglum samfélagsins í því fremur en öðru. Svo mikið og
lausbeislað hár á konum hefur menningarsögulega verið talið merki
um ýkta kynhneigð, jafnvel sjúklega, jafnt sem ofvaxinn, ógnandi
kvenleika. Með hárinu tæla konur til sín karla, það glitrar á það eins
og hár Hallgerðar sem er fagurt sem silki, og oft er hár tengt auð-
| æfum og gulli. En um leið er það hættulegt. Það er snara eða vefur
sem karlarnir sjá ekki við og ýmist hengir þá eða kyrkir.4
í þriðja sinn kemur hár Hallgerðar kemur við sögu þegar
Glúmur verður til að biðja hennar, en þá „var sent eftir Hallgerði, og
kom hún þangað og tvær konur með henni; hún hafði yfir sér veþar-
möttul bláan og var undir í rauðum skarlatskyrtli og silfurbelti um
sig, en hárið tók ofan á bringuna tveim megin, og drap hún undir
belti sér. (13:44) Það er athyglisvert að hér drepur hún hárinu undir
belti sér. Hún reynir sem sagt að hemja það, eins og til að geta betur
fest Glúm í snörunni, enda segir í beinu framhaldi að „Hallgerður sat
mjög á sér“ fýrsta veturinn í hjónabandinu, „og líkaði við hana ekki
\
j 3 Um hár sem „drapery“, eða tjöld um kvenlíkama, sjá Anne Hollander, Seeing through
I Clothe.s. London: Penguin, 1988. Bls. 72 o.áfr.
4 Um táknræna merkingu kvenhárs í bókmenntum, sjá gretn Elisabeth G. Gitter, „The
Power of Women's Hair in the Victorian Imagination" PMLA, October 1984. Bls. 936-
954-
98