Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 88
Aðalsteinn Hákonarson
öld inni í orði og á 16. öld í upphafi orðs. í því sambandi bendir hann
á að menn fóru að rugla saman g-i ogj-inni í orði á 13. öld26 og hættu
að stuðla j við sérhljóð um 1600. Björn áleit g á eftir sérhljóði en á
undan i eða j hafa verið uppgómmælt önghljóð („blásturs-p“) og að
það hefði breyst í j sem jafnframt hefði fengið meira samhljóðseðli
en eldraj.27 Hann gerði með öðrum orðum ráð fyrir breytingu á bæði
j 9 ogj.28
Hreinn skrifaði síðar um þetta sama atriði. Hann taldi að fyrst
þegar menn fóru að rugla saman og ríma g ogj (t.d.fleygia : deyiá)
hefði verið um að ræða „reduction and loss of g“ inni 1 orði á eftir
löngum sérhljóða og á undanj („nonsyllabic i“), þ.e. að fyrir breytingu
hefði gi staðið fyrir /gj/ en /g/ fallið brott og /j/ staðið eftir. Síðar
hefði g einnig fallið brott á undan i („syllabic i“) og undanfarandi
sérhljóð tvíhljóðast ef það var stutt. Hreinn var aftur á móti ekki
þeirrar skoðunar að hljóðgildi hálfsérhljóðsins j hefði breyst heldur
einungis staða þess í hljóðkerfinu og það orðið tengdara samhljóða-
kerfinu. Eftir þetta brottfall [y] á undan i ogj er munur /g/ og /j/
upphafinn í stöðu á milli sérhljóða. [j] kemur fram á undan fram-
mæltum sérhljóðum en annars [y] eða 0. Af þessu leiðir að [j] fer
að taka þátt í staðbundnum víxlum allófóna /g/ og þar með fer j að
skynjast sem veikt önghljóð, sbr. segir [j], sagði [x], sagt [x].29
Jón Axel Harðarson hefur síðar sýnt fram á að túlkun þeirra
Björns og Hreins á misritun og rími g ogj er ekki rétt. [y] breyttist
í framgómmælta önghljóðið Q] á undan frammæltum sérhljóðum
þegar í frumnorrænu. Breytingin varð í orðurn eins og hagi, tigi, eigi
og einnig í orðum eins og fleygja < *ýlaugian. í seinna tilvikinu féll i
brott eftir að hafa valdið framgómun á g, [y] > Q]. Rithátturinn <gi,
gj> hefur síðan verið notaður til að tákna Q]. Breytingin sem varð
í forníslensku er sú að þetta Q] varð að [j].30 Sú breyting var í raun
orsök þess að j var endurskilgreint sem önghljóð en ekki brottfall [y]
eins og Hreinn taldi.
26 Jón Helgason benti þegar á það í ritdómí um bók Björns Karels að önghljóðs-j féil
brott á milli langs sérliljóós (eða tvíhljóðs) ogj-s þegar á 13. öld, en eftir 1400 á eftir gömlu
stuttu sérhljóði og á undan i-i. (Jón Helgason, 1927: 93. Sbr. Stefán Karlsson, 2000: 32.)
27 Björn (1929: 240 nmgr.t) setti reyndar síðar þann fyrirvara að j væri einungjs hreint
blásturshljóð á milli tveggja sérhljóða.
28 Björn K. Þórólfsson, 1925: XXV-XXVI, XXXIII.
29 Hreinn Benediktsson, 1969: 24-25.
30 Jón Axel Harðarson, ,Um tvíhljóðun á undan ‘g + i/j’ og skaftfellskan einhljóða-
framburð". Fvrírlestur haldinn á Rask-ráðstefnu í Þjóáarbókhiöðu laugard. 31. jan. 2004:
i §3-