Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 34
Aíli Bollason
formúlum. Við erum, að mati heilaskurðlæknisinis og Darwins,
gríðarlega flóknar vélar - en efnislegar vélar engu að síður:
I
I
Heitar og srnáar líffræðilegar vélar með hæfileika
tvífætlinga sem henta vel á hvaða svæði sem er, njóta
góðs af ótal kvíslóttum tauganetum lengst inni í hnúð úr
beinaumgjörð, huldum trefjum, heitum glóðarþráðum
með sinn ósýnilega vitundarljóma - þessar vélar íyðja
sínar eigin brautir (16).
Það er hversdagsleg staðreynd, hugurinn er það sem
heilinn, eintómt efni, framkvæmir (63).15
Ef að andi mannsins verður til úr efninu annars vegar og rafboð-
unum hins vegar, þá er ekkert sem mælir gegn því að sambærilegur
andi geti orðið til í raflýstum torgum borgarinnar eða leiðslufullum
veggjum skýjakljúfanna. Vitund borgarinnar býr í tengslunum milli
efnisarðanna sem hún er samsett úr, og öllum samskiptunum sem
eiga sér stað milli mannanna sem í henni búa. Jean Baudrillard lét
eftirfarandi orð falla um Los Angeles: „[Hún] einkennist umfram allt
af því að hún er ekkert annað en samskiptanet endalausrar, óraun-
verulegrar hringrásar.“16
Hugmyndin umborginasem sjálfsveru eða einstaklinger kannski
ekki augljós við fýrsta lestur á Laugardegi, en ef vel er að gáð sést að
orðræða bókarinnar er mikið til í þessa áttina. Ég minntist á „hugar-
heim hins forna Rómarveldis“ hér að ofan, en hugmyndin um
borgina sem einstakling er líka mjög áberandi í umræðu bókarinnar
um Íraksstríðið og hryðjuverk. Það virðist ekki vera að íbúum
borganna stafi ógn af ofbeldinu, heldur eru það borgirnar sjálfar sem
þurfa að líða íyrir það. „Borgin London [...] blasir við, verður ekki
varin, bíður sinnar sprengju, eins og hundrað aðrar borgir“ (252) og
„Bagdad bíður eftir sínum sprengjum“ (253). Þessar setningar koma
báðar íyrir undir lok bókarinnar, og þarna virðist hafa orðið tilfærsla
í trú Henrys á borgina, því nokkru fyrr í bókinni stendur: „Gatan er
15 Feitletrun er mín.
16 Jean Baudrillard. 2000. „Framrás likneskjarma." Þýð. ÓlafurGislason. Fráeftirlíkingu
til eyðimerlcur. Ritstj. Geir Svansson. Bjartur og ReykjavikurAkademían, Reylgavík. Bls