Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 57
það fram í könnun Frjálsrar verslunar um vinsælustu fyrirtæki
landsins í febrúar 2006 að Landsbankinn er næstvinsælasta fyrirtækið:
9,5% svarenda nefndu hann í efstu þrjú sætin, á meðan 8,8% nefndu
íslandsbanka og 8,2% Kaupthing. Til gamans má geta að Baugur er
þrátt fyrir allt vinsælasta fyrirtæki landsins samkvæmt könnuninni.
Þetta er allt gott og blessað, en fátt er svo með öllu illt að ekki
boði nokkuð gott. Það hlýtur til dæmis að vera mjög slæmt ef fyrir-
tæki kaupa sér friðhelgi undan gagnrýni með styrkveitingum. Getur
verið að góðmennskan slái ryki í augu neytenda svo að þeir hætti að
kreþast betri þjónustu og getur verið að menn hiki við gagnrýni af
hræðslu við að hljóta enga styrki í framtíðinni? Til að útskýra þetta |
sjónarmið vil ég segja litla sögu úr lífi mínu.
Ég hef aldrei verið mjög hrifinn af bönkum. Hugsanlega er sú
slæina ímynd tilkomin af lestri bóka eins og „Þrúgur reiðinnar“ eftir
John Steinbeckþar sembankinn er skrímsli sem stelur jörðumfátækra
bænda. Að minnsta kosti hef ég alltaf verið á varðbergi gagnvart
gylliboðum bankanna og hef hikað við að hugsa jákvætt til þeirra.
Það viðhorf breyttist örlítið eftir að Torfhildi var boðið í vísindaferð
þangað í haust, enda voru móttökurnar mjög höfðinglegar: við
fengum snittur og sushi, kökur, osta, kjúkling á pinna, rauðvín,
hvítvín, bjór og kók eins milcið og við gátum í okkur látið. Veiting-
arnar voru bornar fram af fögrum yngismeyjuin og frægar sjón-
varpsstjörnur skemmtu okkur með hressleika sínum. En góðvildin
entist ekki lengi þvi stuttu seinna greip ég fyrsta tækifæri sem
bauðst til að endurvekja tortryggni mína. Þá skrifaði ég ádeilugrein
gegn svikum bankanna sem ég reyndi að fá birta í Torfa, flugriti
Torfliildar, en var hafnað á þeim forsendum að Torfi vonaðist til að
fá styrk frá Landsbankanum til að gefa út ársrit um vorið. Greinin
var svohljóðandi:
Oft leynist flagð undirfögru skinni - hugleiðingar
í framhaldi af vísindaferð í Landsbankann 20.
október
Alveg síðan mínar fyrstu tilkynningar um úttekt án heimildar,
með tilheyrandi 750 krónum í færslugjöld, fóru að berast inn
um bréfalúguna hef ég hatað bankastofnanir út af lífinu. Þær