Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 168
Auður Halldórsdóttir
Móóurhlutverldð
Why shouldn’t it be that a woman who wants to have
some part in ehild-rearing, but doesn’t want to have a
part in the child-bearing, or who wants nothing to do
with either, can inhabit her gender without an implicit
sense of failure or inadequacy?30
Móðurhlutverkið er félagsmótuð stofnun sem vissulega er reglulega
| notuð til að réttlæta kúgun kvenna31 en hvort sem það hlutverk er
kúgandi eður ei er það staðreynd að líf mæðra snýst oft að miklu lejdi
um börnin. Jafnvel sá sem trúir hvað heitast á kyngervismun sem
afleiðingu félagsmótunar getur ekki litið fram hjá því að meðganga
og fæðing er eingöngu á færi kvenna. Eins og felst í orðurn Judith
Butler þá er móðurhlutverkið staðfesting á kyngervi, fullkomin
verður kona ekki fyrr en hún er orðin móðir. Sonja Lísa Hrís hefur
aldrei alið barn og er þvi ekki fullkomin lcona.
Þórunn er móðir og í öllum textanum er dóttirin (og reyndar eigin-
maðurinn lílca) það sem bindur Þórunni við ísland. Móðir Þórunnar
kemur einnig við sögu, bæði í draumi og í örsögu, og Þórunni verður
líka hugsað til hennar: „... en hvergi nema á ferðalögum hugsa ég
jafnmikið um þá konu, lconu lífs míns.“ (145) Feður koma hins vegar
afar lítið við sögu í bókinni.
í
Spurtvarí upphafi áhvaðahátthinsegin sýn Dyranna þröngu varpaði
nýju og öðruvísi ljósi á viðtekin kyngervi og kyn. Það er augljóst
að í bókinni eru kyngervi tilbúningur sem verður til í gjörningi.
Persónurnar eru flestar meðvitaðar um hlutverk sín sem sjaldnast
eru áreynslulaust kvenleg eða karlleg heldur verða persónurnar að
fara út í öfgar við að reyna að líkja eftir staðalímyndum, sbr. hinni
góðu móður, hórunni, töffaranum, piparjúnkunni. Kyngervin sem
eru afar hefðbundin í upphafi og vandlega leikin en þó lcoma alltaf í
þau brestir.
30 Osborae, Peter og Segal, Lynne: „Gsnder as Perfomance“, A Critical Sense: Intervhus
Iivith InteUectuals, Routledge, London, 1996, Bls. 109 -125. (113)
31 Moi, Toril: What is a womart: and other essays, Oxford University Press, New York, 1999.
Bls. 41
J.66