Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 77
Þessar áherslur náðu hámarki á plötunni Ok Computer (1997),
sem talin er af mörgum tónlistarspekúlöntum ein besta plata allra
tíma. Nú var ekkert skafið af hlutunum. Platan í heild var ádeila á
stýringu kapítalismans og markaðarins á lifnaðarháttum fólks. Ljóð-
mælandinn í textunum einkenndist af firringu og hlutgemngu, eða
lýsti umhverfinu sem slíku. Ef einhver lög ætti að nefna, væru það
til dæmis „Paranoid Android“ sem er vísun í vélmennið Marvin,
persónu í Hitchhiker’s Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams
- en vélmenni er dæmi um hámarkshlutgervingu mannsins. Einnig
ber að nefna anti-manifestóið (ef svo má kalla) „Fitter Happier“.
Tónlistarlega var Ok Computer einnig framúrstefnuleg, því á henni
mættust skemmtileg blanda af rokki og raftónlist. Hvernig gátu þeir
fýlgt slíkri snilldarplötu eftir?
Svo hratt sé farið yfir sögu gáfu þeir út tvær plötur með stuttu
millibili, Kid A (2000) og Amnesiac (2001). Þar komu þeir að-
dáendum sínum í opna skjöldu. Raftónlistin var nánast búin að taka
yfirhöndina, ásamt áhugaverðum jazz-áhrifum á seinni plötunni.
En í gegnum árin hefur Kid A einnig verið talin ein af betri plötum
sögunnar. Ádeilan fór að skerpast, fram yfir tilvistarkreppuna. Hún
náði svo hámarki á sjöttu plötu sveitarinnar, Hail to the Thiefi2003).
Þar var Radiohead búin að marka sér sess sem pólitísk hljómsveit.
Textarnir og lögin voru öll pólitíslcar ádeilur á hnattvæðingu, mengun,
heimsvaldastefnu og stríð. Nafnið á plötunni er vísun í George W.
Bush, forseta Bandaríkjanna. Radiohead er nú að vinna að nýrri
breiðskífu sem kemur væntanlega út á næsta ári. En í millitíðinni
hefur einn meðlimanna unnið að öðru verkefni.
|
Fyrir nokkru kom út sólóplata söngvara Radiohead, Thom
Yorke. Reyndar vill hann sjálfur ekki kalla það „sóló“ eins og hann
varpaði fram í yfirlýsingu sem hann sendi til tímarita og annarra tón-
listarstofnana um plötuna. Samt sem áður semur og flytur Yorke alla
texta og öll lögin. Platan ber nafnið The Eraser og er gefin út af XL- j
recordings. j
The Eraser er í heildina persónuleg pólitísk ádeila Yorkes. Hann
segist hafa gælt við verkefni af þessu tagi lengi, og sé nú loksins búinn
að framkvæma það. Platan er alls ekki merki þess að Radiohead sé
farin að þreytast og leysast upp, síður en svo, því hljómsveitin er
einmitt að vinna að nýrri plötu, eins og áður hefur verið sagt. Umslag