Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 32
Atli Bollason
og dautt séu einfaldar hugmyndir sem auðvelt er að gera skil. En eru
þau raunverulega svona einföld? Tökum móður Henrys Perowne
| sem dæmi. Hún veit ekki hvar hún er, hver hún er, hverjir hennar
nánustu eru, hún á engar minningar, hún getur ekki séð um sig sjálf,
hún getur ekki tekið neinar ákvarðanir. Hún andar vissulega, og
hún matast - en hungurtilfinning hennar er skyldari aðvörunarljósi
sem kviknar innan í bíl þegar eldsneytið er af skornum skammti,
i heldur en meðvitaðri svengd. Hún getur vissulega talað, en hvers virði
eru orð ef þau hafa enga merkingu, ef hún getur ekki notað þau til
annars en að bulla eins og tölvuforrit gæti gert alveg jafn vel? Er hún
raunverulega lifandi?
Hún er ekki dáin, sagði Henry við sjálfan sig aftur og
aftur. En ævi hennar virtist, eins og allar ævir, haldlítil
þegar hann sá hve fljótlegt, hve auðvelt var að pakka
og dreifa, eða fleygja, öllum skrautklæðum, öllu fíniríi
heillar mannsævi. Hlutir breyttust í rusl um leið og
þeir losnuðu úr tengslum við eiganda sinn og fortíð
sína - án hennar var gamla tehettan hennar ógeðsleg.
| (250)
\
Er einhver eðlismunur á ffú Perowne, tómri að innan, og tómu húsi
eða auðu stræti? Því tóm borg jafngildir dauðri borg. Húsin standa
kannski enn, en án íbúanna eru þau einskis nýt. Og ef að borgin
gleymir íbúum sínum, ef að maðurinn verður skyndilega ókunnugur
í eigin borg, þá missir hann merkingu sína á sama hátt og eigur
móðurinnar verða verðlausar við minnistapið. Mennirnir verða
ófærir um að skilgreina sjálfa sig, því hugmyndin um sjálfið býr í
þeirri fullvissu að hvert og eitt okkar tilheyri heild, nú sérstaklega
á síðustu árum eins og ffam hefur komið. McLuhan orðar það svo:
„Það er óyggjandi sannleikur að hver sú sjálfsvera sem skoðuð er
ofan í kjölinn hættir að vera sjálfsvera og tekur á sig þekkingar-
I heildina.“13
(
13 McLulian, 2005. Bls. 143.