Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 76
Með einlægnina
að vopni
Umjfjöllun umplötu TnomYorke, TheEraser
læmt ástand kallar á viðbrögð. Listamenn, og þá ekki
síst tónlistarmenn, láta að sér kveða þegar staðan
á málum fer að riðlast. Eins og vant er orðið í sam-
tímanum er útgangspunkturinn 11. september 2001.
Ásamtþví að vera útgangspunktur er það einnig ákveðinn
upphafspunktur í nýrri vitund listsköpunar. Nú spretta
upp hljómsveitir sem taka á heimsmálunum, eða þá að eldri
hljómsveitir taka við sér og grundvalla tónlist sína á ádeilu á ríkjandi
stjórnarfar. Gengin er í garð ný andúð 21. aldarinnar, sem er svipuð
og á tímum hippanna, en er nú talsvert svartsýnni og einbeittari.
Radiohead er sú hljómsveit sem hæst ber á góma í þessu
samhengi. Hún er samansett af finun einstaklingum (Thom Yorke,
Ed O'Brien, Jonny Greenwood, Colin Green-
wood og Phil Selway) sem, í mjög stuttu máli,
hittust í Oxford-háskóla og stofnuðu ósköp
venjulega rokkhljómsveit. Þeir spiluðu á klúbbum
og börum, þangað til þeir gáfu út sína fyrstu plötu,
Pablo Ploney (1993). Lagið sem gerði þá að stjör-
num var „Creep“, þar sem textinn einkenndist af
tilvistarkreppulegri sjálfskoðun. Þeir spila ekki
lengur lagið á tónleikum, sökum þess að vilja eklci
staðna sem tónlistarmenn. Þeir íýlgdu plötunni
eftir með The Bends (1995). Áfram hélt
tilvistarsjálfskoðunin, sbr. í lögunum „Fake Plastic
Trees“ og „Street Spirit“. Greinilegt var að þarna
voru á ferð ungir menn með skoðanir á nútíma-
samfélaginu og markaðslegum lifnaðarháttum
þess, því á báðum plötum mátti greina ádeilur.