Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 31
Urbis sapiens
meira er, þá einslcorðaði Spencer sínar kenningar ekki við lífheiminn.
„Samfelag manna laut að hans mati sömu lögmálum. Rétt eins og
líkami manns, sem einkennist af samhæfingu og sérhæfingu mis-
munandi parta, hefur þróast af líkama einfrumungs, þannig þróast
stórfyrirtæki [...] af óskiptu smáfirma."11 Þetta er í raun ekki vitlaus
hugmynd og kallast sterklega á við þróunarkenninguna sjálfa, en
í Uppruna tegundanna kemur fram að „einföld lífvera eða líffæri
geturumbreystogþroskastyfiríháþróaðalífverueðasérhæftogflókið
líffæri.“12 Sé þetta raunin þá ættu ekki að vera nein vandkvæði á því
að líta á borgina sem næsta skref í þróunarferlinu. A öld rafvæðingar-
innar, þegar við höfum öll gengið í samband hvert við annað, en ekki
síður í samband við efnisheiminn, er hvert og eitt okkar ekki nema
einn taugaendi af þeim milljónum taugaenda sem byggja stórborg- [
irnar. Húsveggirnir eru frumuveggir okkar og göturnar raunveru- |
legar æðar, þar sem mennirnir flæða úr einum borgarhlutanum í
annan. Símalínur, ljósleiðarar og útvarpsbylgjur eru taugarnar sem
óendanlega mörg boð borgarlíkamans ferðast eftir. Við þurfum
að snúa mynd McLuhans á haus; sjónvarpið er ekki framlenging
á snertiskyni okkar, heldur erum við framlenging á snertiskyni
borgarinnar, við erum sjálf skynfseri hennar. Borgin er augljóslega
„líffræðilegt stórvirki" og við hjálpumst (næstum) öll til við að halda
henni gangandi. Til þess að átta okkur fullkomlega á þessu þurfum við
að gera eins og Perowne þegar hann sér eldhnöttinn yfir Lundúnum;
við neyðumst til að endurstilla kvarðann. En þar sem Perowne
skoðaði hlutina í sífellt smærra samhengi, frá halastjörnu til lof- |
steins til flugvélar, þá þurfum við að súmma út - það eru ekki lengur
mennirnir sem byggja jörðina, heldur byggja borgirnar nú
hnöttinn.
Hér munu efasemdarmenn væntanlega vilja drepa niður fæti og
spyija hvernig það geti verið að borgin sé næsta lífvera í þróuninni
þar sem hún hafi enga vitund, engan huga, og enga sál. Hún standist
því ekki samanburð við manninn - sé ekki raunverulega lifandi.
Slíkar athugasemdir gera ráð fyrir því að á efni og anda sé eðlis- |
munur, að grá steinsteypa geti ekki undir neinum kringumstæðum
komið í stað „lifandi efnis“. Enn fremur er gengið út frá því að lifandi
:u Örnólfur Thorlacius. 2004. Irmgangur að Uppntrta tegunclanna, (1. bindi). Hið
íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík. Bls. 21.
12 Charles Darwin. 2004. Uppnmi tegundanna (1. bindi). Þýð. Guðmundur Ouðmunds-
son. Bls. 62.