Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 104
Helga Kress
eru „svo vel búnir, að engir voru þeir þar, að jafnvel væru búnir, og
fóru menn út úr hverri búð að undrast þá“ (33:85). Hún hefur því
séð hann íyrst og á frumkvæðið að fundi þeirra, þótt sjónmál sög-
unnar íylgi Gunnari. Þegar hann einn dag gengur frá karlaheiminum
á lögbergi „sá hann konur ganga í móti sér“ (33:85). Eru þær allar vel
búnar og sú „í ferðarbroddi, konan, er best var búin“ (33:85). Hún
ávarpar hann að fyrra bragði og kynnir sig, „hún nefndist Hallgerður
og kvaðst vera dóttir Höskulds Dala-Kollssonar“ (33:85) og tekið er
fram að hún „mælti til hans djarflega" (33: 85). Þau setjast niður og
| tala og síðan segir:
J
Hún var svo búin, að hún var í rauðum kyrtli, og var á
búningur mikill; hún hafði yfir sér skarlatsskikkju, og
var búin hlöðum í skaut niður; hárið tók ofan á bringu
henni og var bæði mikið og fagurt. (33:85)
I
Hallgerður er enn í rauðum kyrtli og það hefur bæst við skartið sem
vísar „í skaut niður“ og kallast þannig á við langbrókarmyndina, um
leið og hárið sem enn er mikið og fagurt bylgjast um bringuna, þ.e.
bijóstin. Gunnar biður hennar strax og fær eftir nokkrar eftirtölur
samþykki bæði föður hennar og föðurbróður sem telur ráðahaginn
„girndarráð“ (33:87) og nefnir hættu í því sambandi, enn í dómara-
sætinu. í fyrstu líst Gunnari alls ekki á blikuna. En freistingin,
girndin, er of mikil. Hann sést ekki fyrir og fastnar sér konuna. Besti
vinur Gunnars er héraðshöfðinginn Njáll, mikill spakvitringur, en
„sá hlutur var á ráði hans, að honum óx eigi skegg“ (20:57), og þvi
lítur hann út eins og kona. Þegar Gunnar segir honum frá ráða-
hagnum tekur Njáll því þunglega, og spáir hann því að af Hallgerði
muni „standa allt hið illa, er hún kemur austur hingað“ (33:87).
Þessu svarar Gunnar með því að hún muni aldrei spilla þeirra
vinfengi. Hallgerður er sem sagt ekki velkomin í sín nýju heimkynni,
enda er henni þar skjótlega hafnað.
Enginhomkerlingvilégvera
Þetta gerist þegar þau Gunnar koma nýgift til heimboðs að Bergþórs-
hvoli og eru þar sest til borðs þar sem skipað hefur verið í sæti. Þá
1.02